Erlingur lét þjálfarann spila á EM Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 11:31 Gerrie Eijlers var óvænt kallaður til í gær og spilaði smáhluta af leik Hollands gegn Frakklandi. Getty/Henk Seppen Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum. Það er ekki bara íslenska landsliðið sem orðið hefur illa fyrir barðinu á kórónuveirunni á EM. Raunar hafa flest liðanna lent illa í veirunni og yfir 60 leikmenn smitast síðan að mótið hófst fyrir viku síðan. Þar á meðal eru fimm leikmenn hollenska landsliðsins, sem nú eru í einangrun. Í þeim hópi eru báðir helstu markverðir liðsins. Markvörðurinn Dennis Schellekens greindist með veiruna fyrir leikinn við Frakkland í gær og því neyddist Erlingur til að biðja markmannsþjálfarann Gerrie Eijlers að vera í búning. Eijlers, sem er 41 árs, spilaði raunar hluta leiksins og varði þrjú af fjórum skotum sem hann fékk á sig, þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik í tvö ár! Gerrie Eijlers (9 May 1980) is now the oldest player in this tournament. He's exactly one day older than coach Kiril Lazarov and three moth older than Nikola Prce. #handball #ehfeuro2022 https://t.co/og7Jgqpfje— Fabian Koch (@Fabian_Handball) January 20, 2022 Nú hefur svo aðalmarkvörður Hollands, Bart Ravensbergen, einnig greinst með veiruna. Því er René de Knegt á leiðinni til Búdapest með flugi og vonandi fyrir Erling og hans menn að De Knegt standist smitpróf við komuna. Aðrir sem eru í einangrun þessa stundina eru þeir Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker og Iso Sluijters. Hollendingar leika í sama milliriðli og Ísland en liðin mættust í riðlakeppninni og tók Ísland með sér stigin tvö sem fengust þar með 29-28 sigrinum. Eftir 34-24 tapið gegn Frakklandi í gær mætir Holland næst liði Svartfjallalands á morgun, Danmörku á mánudag og loks Króatíu næsta miðvikudag. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Það er ekki bara íslenska landsliðið sem orðið hefur illa fyrir barðinu á kórónuveirunni á EM. Raunar hafa flest liðanna lent illa í veirunni og yfir 60 leikmenn smitast síðan að mótið hófst fyrir viku síðan. Þar á meðal eru fimm leikmenn hollenska landsliðsins, sem nú eru í einangrun. Í þeim hópi eru báðir helstu markverðir liðsins. Markvörðurinn Dennis Schellekens greindist með veiruna fyrir leikinn við Frakkland í gær og því neyddist Erlingur til að biðja markmannsþjálfarann Gerrie Eijlers að vera í búning. Eijlers, sem er 41 árs, spilaði raunar hluta leiksins og varði þrjú af fjórum skotum sem hann fékk á sig, þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik í tvö ár! Gerrie Eijlers (9 May 1980) is now the oldest player in this tournament. He's exactly one day older than coach Kiril Lazarov and three moth older than Nikola Prce. #handball #ehfeuro2022 https://t.co/og7Jgqpfje— Fabian Koch (@Fabian_Handball) January 20, 2022 Nú hefur svo aðalmarkvörður Hollands, Bart Ravensbergen, einnig greinst með veiruna. Því er René de Knegt á leiðinni til Búdapest með flugi og vonandi fyrir Erling og hans menn að De Knegt standist smitpróf við komuna. Aðrir sem eru í einangrun þessa stundina eru þeir Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker og Iso Sluijters. Hollendingar leika í sama milliriðli og Ísland en liðin mættust í riðlakeppninni og tók Ísland með sér stigin tvö sem fengust þar með 29-28 sigrinum. Eftir 34-24 tapið gegn Frakklandi í gær mætir Holland næst liði Svartfjallalands á morgun, Danmörku á mánudag og loks Króatíu næsta miðvikudag.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira