FIFA takmarkar fjölda lánssamninga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2022 22:31 Gianni Infantino er forseti FIFA. Harold Cunningham/FIFA Á næstu árum mun Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA takmarka þann fjölda leikmanna sem félög mega lána eða fá á láni frá félögum í öðrum löndum. Frá og með 1. júlí næstkomandi mega lið aðeins vera með átta leikmenn á láni frá öðrum löndum. Að sama skapi má félagið aðeins lána átta leikmenn til annarra landa, sem er svokallaður alþjóðlegur lánssamningur [e. International loan deal]. Tímabilið 2023-2024 lækkar talan niður í sjö, og að lokum sex ári síðar. Nýju reglurnar gilda þó ekki um lánssamninga innan sama lands, en FIFA hefur gefið hverju aðildarfélagi fyrir sig þrjú ár til að búa til regluverk í samræmi við það sem sambandið er að innleiða. Talsmaður FIFA segir að reglubreytingin muni aðstoða félögin þar sem þetta gefi ungum leikmönnum tækifæri á að vaxa og dafna innan síns félags. Þá muni þetta einnig stuðla að samkeppnishæfni og koma í veg fyrir að félög hamstri leikmenn. FIFA announces new loan regulations with the aim to "develop young players, promote competitive balance and prevent hoarding."From 2024, clubs will be restricted to six players loaned in and six loaned out at one time. Under 21s and club-trained players will be exempt. pic.twitter.com/SqLlZvD4ok— B/R Football (@brfootball) January 20, 2022 Þetta er þó ekki eina breytingin sem gerð verður á lánssamningum, en frá og með næsta tímabili má hvert félag ekki senda fleiri en þrjá leikmenn á láni til sama félagsins. Þá þurfa lánssamningar að gilda í það minnsta frá einum félagsskiptaglugga til þess næsta, og mega í mesta lagi vera eitt ár. Félögin þurfa að skila inn skriflegum samningi um skilmála lánssamningsins, þar sem fram kemur lengd og fjárhagsleg skilyrði samningsins. Þessar nýju reglur eru hluti af því að endurbæta félagsskiptakerfið og áttu upphaflega að taka gildi í júlí árið 2020, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikmenn undir 21 árs aldri, sem og þeir sem hafa farið í gegnum yngri flokka félaganna, munu ekki teljast sem alþjóðlegur lánssamningur. Fótbolti FIFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Frá og með 1. júlí næstkomandi mega lið aðeins vera með átta leikmenn á láni frá öðrum löndum. Að sama skapi má félagið aðeins lána átta leikmenn til annarra landa, sem er svokallaður alþjóðlegur lánssamningur [e. International loan deal]. Tímabilið 2023-2024 lækkar talan niður í sjö, og að lokum sex ári síðar. Nýju reglurnar gilda þó ekki um lánssamninga innan sama lands, en FIFA hefur gefið hverju aðildarfélagi fyrir sig þrjú ár til að búa til regluverk í samræmi við það sem sambandið er að innleiða. Talsmaður FIFA segir að reglubreytingin muni aðstoða félögin þar sem þetta gefi ungum leikmönnum tækifæri á að vaxa og dafna innan síns félags. Þá muni þetta einnig stuðla að samkeppnishæfni og koma í veg fyrir að félög hamstri leikmenn. FIFA announces new loan regulations with the aim to "develop young players, promote competitive balance and prevent hoarding."From 2024, clubs will be restricted to six players loaned in and six loaned out at one time. Under 21s and club-trained players will be exempt. pic.twitter.com/SqLlZvD4ok— B/R Football (@brfootball) January 20, 2022 Þetta er þó ekki eina breytingin sem gerð verður á lánssamningum, en frá og með næsta tímabili má hvert félag ekki senda fleiri en þrjá leikmenn á láni til sama félagsins. Þá þurfa lánssamningar að gilda í það minnsta frá einum félagsskiptaglugga til þess næsta, og mega í mesta lagi vera eitt ár. Félögin þurfa að skila inn skriflegum samningi um skilmála lánssamningsins, þar sem fram kemur lengd og fjárhagsleg skilyrði samningsins. Þessar nýju reglur eru hluti af því að endurbæta félagsskiptakerfið og áttu upphaflega að taka gildi í júlí árið 2020, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikmenn undir 21 árs aldri, sem og þeir sem hafa farið í gegnum yngri flokka félaganna, munu ekki teljast sem alþjóðlegur lánssamningur.
Fótbolti FIFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira