Smitaðist viljandi af Covid og kafnaði á nokkrum mínútum Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 14:36 Hanna Horka er hér hægra megin á myndinni. Hana Horka, fræg þjóðlagasöngkona frá Tékklandi, lést á sunnudaginn eftir að hafa vísvitandi smitast af Covid-19. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í Tékklandi í dag. Horka var óbólusett, en eiginmaður hennar og sonur voru bólusettir. Þeir smituðust um jólin en hún ákvað að vera með þeim og smitast sjálf, svo hún gæti fengið mótefnapassa og sótt tiltekna viðburði. Þetta sagði sonur hennar í viðtali við BBC. Í Tékklandi þarf staðfesta bólusetningu eða nýlegt smit til að fá aðgang að margs konar viðburðum eins og kaffihúsum og skemmtistöðum. Tveimur dögum áður en hún dó birti Horka færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera á batavegi. Hún sæi leikhús, sána og tónleika í sinni nánustu framtíð. Jan Rek, sonur hennar, sagði BBC að á sunnudagsmorgun hefði hún verið við góða heilsu. Hún hafi ætlað í göngutúr en hætti við vegna bakverkja. Þá fór hún upp í rúm. Sonur hennar segir hana hafa kafnað á nokkrum mínútum. Hún var 57 ára gömul. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Tékklandi.AP/Petr David Josek Ræða bólusetningarskyldu Ríkisstjórn Tékklands er þessa dagana að ræða hvort koma eigi á bólusetningarskyldu í landinu. Sú skylda myndi ná til fólks í mikilvægum störfum og eldri en 60 ára gömul, samkvæmt frétt Reuters. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í dag en 28.469 greindust smitaðir síðasta sólarhringinn. Búist er við því að faraldurinn nái hámarki í lok mánaðarins og þá muni um fimmtíu þúsund manns greinast daglega. Innlögnum á sjúkrahús hefur þó fækkað undanförnu en á sunnudaginn voru 2.229 á sjúkrahúsi. Í byrjun desember voru þau fleiri en sjö þúsund. Miðað við höfðatölu er Tékkland þó með þeim ríkjum sem hvað flestir hafa dáið vegna Covid-19 en í heildina hafa 36.624 dáið af rúmlega tíu milljón íbúum. Tékkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Horka var óbólusett, en eiginmaður hennar og sonur voru bólusettir. Þeir smituðust um jólin en hún ákvað að vera með þeim og smitast sjálf, svo hún gæti fengið mótefnapassa og sótt tiltekna viðburði. Þetta sagði sonur hennar í viðtali við BBC. Í Tékklandi þarf staðfesta bólusetningu eða nýlegt smit til að fá aðgang að margs konar viðburðum eins og kaffihúsum og skemmtistöðum. Tveimur dögum áður en hún dó birti Horka færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera á batavegi. Hún sæi leikhús, sána og tónleika í sinni nánustu framtíð. Jan Rek, sonur hennar, sagði BBC að á sunnudagsmorgun hefði hún verið við góða heilsu. Hún hafi ætlað í göngutúr en hætti við vegna bakverkja. Þá fór hún upp í rúm. Sonur hennar segir hana hafa kafnað á nokkrum mínútum. Hún var 57 ára gömul. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Tékklandi.AP/Petr David Josek Ræða bólusetningarskyldu Ríkisstjórn Tékklands er þessa dagana að ræða hvort koma eigi á bólusetningarskyldu í landinu. Sú skylda myndi ná til fólks í mikilvægum störfum og eldri en 60 ára gömul, samkvæmt frétt Reuters. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í dag en 28.469 greindust smitaðir síðasta sólarhringinn. Búist er við því að faraldurinn nái hámarki í lok mánaðarins og þá muni um fimmtíu þúsund manns greinast daglega. Innlögnum á sjúkrahús hefur þó fækkað undanförnu en á sunnudaginn voru 2.229 á sjúkrahúsi. Í byrjun desember voru þau fleiri en sjö þúsund. Miðað við höfðatölu er Tékkland þó með þeim ríkjum sem hvað flestir hafa dáið vegna Covid-19 en í heildina hafa 36.624 dáið af rúmlega tíu milljón íbúum.
Tékkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira