Aron: Þetta er geggjað lið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2022 07:01 Aron Pálmarsson segist spenntur fyrir framhaldinu með landsliðinu. EPA-EFE/Tamas Kovacs Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var himinlifandi með eins marks sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppni EM í gær. Hann segir það auðvelt að spila svona góðan sóknarleik með liðinu sem Ísland teflir fram í ár. „Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
„Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira