„Þetta er bara spurning um tíma“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2022 13:09 Bíll sem sat fastur í snjóflóðinu í gær. Jónþór Eiríksson Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. „Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.” Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.”
Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira