Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 09:46 Tekist hefur að fletja kúrfuna í Lundúnum og tilfellum hefur fækkað í New York. epa/Neil Hall Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag. Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag.
Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira