Tveggja ára stríðsrekstur Kristrún Frostadóttir skrifar 15. janúar 2022 11:01 Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samfylkingin Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun