Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 13:44 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, segir þessar ráðstafanir hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan séu. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir. „Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
„Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira