Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2022 11:34 Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Vísir/Vilhelm Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi hafa greinst með Covid-19. Íbúarnir eru sagðir vera með lítil eða engin einkenni en flestir þeirra hafa verið þríbólusettir. Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira