Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 13:15 Boris Johnson sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann væri staddur í „veislu“ í maí 2020 þegar hann svaraði spurningum breskra þingmanna fyrr í dag. AP Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54