Sara fékk hlýjar móttökur: „Súrrealískt að eiga núna barn“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2022 15:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og sjúkraþjálfari Lyon glaðbeitt á æfingu. Sara mun þurfa að verja miklum tíma í séræfingar til að geta byrjað að spila fyrir Lyon og íslenska landsliðið að nýju. Skjáskot/@olfeminin og @sarabjork90 Sara Björk Gunnarsdóttir hélt stutta tölu fyrir samherja sína í franska stórliðinu Lyon eftir að hún sneri aftur til félagsins úr barneignaleyfi. Hún er byrjuð að æfa að nýju og tilbúin að leggja hart að sér en þarf einnig að hlusta vandlega á líkamann. „Það tekur svolítinn tíma fyrir mig en ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur á völlinn með ykkur,“ sagði Sara í ræðu sinni fyrir liðsfélagana, eins og sjá má á myndskeiði sem Lyon birti á samfélagsmiðlum. @sarabjork18 Plongez au c ur de la reprise de notre Islandaise et retrouvez ses premiers mots depuis son retour à Lyon ! Toutes les images exclusives sont sur @OLPLAY_Officiel https://t.co/6BIUBFos6p pic.twitter.com/li8wNHXhBb— OL Féminin (@OLfeminin) January 11, 2022 Sara fæddi soninn Ragnar Frank 16. nóvember og er nú, innan við tveimur mánuðum síðar, byrjuð að taka á því í sérþjálfun hjá Lyon. Þessi 31 árs gamla knattspyrnukona vonast til að geta keppt á EM í Englandi í sumar. „Ég er svakalega ánægð með að vera mætt aftur. Þetta var orðinn langur tími og ég hef saknað liðsins og þess að vera í kringum liðsfélagana í búningsklefanum. Það er mjög gott en ég veit að ég á langt í land. Vonandi ekki of langt. Ég mun leggja hart að mér og vonandi verð ég fljótlega aftur á vellinum með stelpunum,“ sagði Sara í myndbandinu sem Lyon birti. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) „Mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum“ Hún nýtur þess í botn að vera orðin móðir og kveðst afar þakklát fyrir að geta jafnframt haldið áfram að spila sem atvinnumaður, hjá einu albesta liði heims: „Það er mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum. Það er svolítið súrrealískt að eiga núna barn. En það er líka stórkostleg tilfinning – sú besta sem maður getur ímyndað sér. Ég held að aðeins mæður geti tengt við það. En ég er svo þakklát fyrir að geta verið móðir en samt haldið áfram að spila sem atvinnumaður. Við tökum stöðuna frá degi til dags og ég þarf að hlusta mjög vandlega á líkamann minn, og gæta þess hve hratt ég fer. Við tökum stöðuna dag frá degi, viku frá viku, og sjáum hvernig mér líður,“ sagði Sara og bætti við: „Það er dásamlegt að koma aftur og fá þessar móttökur frá öllum. Á vissan hátt var eins og að ég hefði aldrei farið neitt. Þegar maður er á Íslandi þá er maður svolítið fjarri félaginu og liðsfélögunum en ég fékk fullt af góðum skilaboðum frá þeim á meðgöngunni. En það er dásamlegt að fá þessar góðu móttökur og vita að allir hérna styðja við bakið á mér.“ Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan. 24. nóvember 2021 12:00 „Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. 5. nóvember 2021 09:01 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
„Það tekur svolítinn tíma fyrir mig en ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur á völlinn með ykkur,“ sagði Sara í ræðu sinni fyrir liðsfélagana, eins og sjá má á myndskeiði sem Lyon birti á samfélagsmiðlum. @sarabjork18 Plongez au c ur de la reprise de notre Islandaise et retrouvez ses premiers mots depuis son retour à Lyon ! Toutes les images exclusives sont sur @OLPLAY_Officiel https://t.co/6BIUBFos6p pic.twitter.com/li8wNHXhBb— OL Féminin (@OLfeminin) January 11, 2022 Sara fæddi soninn Ragnar Frank 16. nóvember og er nú, innan við tveimur mánuðum síðar, byrjuð að taka á því í sérþjálfun hjá Lyon. Þessi 31 árs gamla knattspyrnukona vonast til að geta keppt á EM í Englandi í sumar. „Ég er svakalega ánægð með að vera mætt aftur. Þetta var orðinn langur tími og ég hef saknað liðsins og þess að vera í kringum liðsfélagana í búningsklefanum. Það er mjög gott en ég veit að ég á langt í land. Vonandi ekki of langt. Ég mun leggja hart að mér og vonandi verð ég fljótlega aftur á vellinum með stelpunum,“ sagði Sara í myndbandinu sem Lyon birti. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) „Mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum“ Hún nýtur þess í botn að vera orðin móðir og kveðst afar þakklát fyrir að geta jafnframt haldið áfram að spila sem atvinnumaður, hjá einu albesta liði heims: „Það er mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum. Það er svolítið súrrealískt að eiga núna barn. En það er líka stórkostleg tilfinning – sú besta sem maður getur ímyndað sér. Ég held að aðeins mæður geti tengt við það. En ég er svo þakklát fyrir að geta verið móðir en samt haldið áfram að spila sem atvinnumaður. Við tökum stöðuna frá degi til dags og ég þarf að hlusta mjög vandlega á líkamann minn, og gæta þess hve hratt ég fer. Við tökum stöðuna dag frá degi, viku frá viku, og sjáum hvernig mér líður,“ sagði Sara og bætti við: „Það er dásamlegt að koma aftur og fá þessar móttökur frá öllum. Á vissan hátt var eins og að ég hefði aldrei farið neitt. Þegar maður er á Íslandi þá er maður svolítið fjarri félaginu og liðsfélögunum en ég fékk fullt af góðum skilaboðum frá þeim á meðgöngunni. En það er dásamlegt að fá þessar góðu móttökur og vita að allir hérna styðja við bakið á mér.“
Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan. 24. nóvember 2021 12:00 „Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. 5. nóvember 2021 09:01 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. 10. janúar 2022 23:01
Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan. 24. nóvember 2021 12:00
„Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. 5. nóvember 2021 09:01
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn