„Eldmóður er í hópnum og ofboðslega góður andi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2022 20:01 Guðmundur Guðmundsson ræðir við Ými Örn Gíslason. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir enga óskastöðu að hafa ekki fengið æfingaleiki fyrir Evrópumótið sem hefst á fimmtudaginn. Ísland átti að mæta Litáen í tveimur leikjum á Ásvöllum. Ekkert varð af þeim eftir að Litáar hættu við að koma til landsins. Og það var kannski eins gott því einn leikmaður liðsins er smitaður af kórónuveirunni. Ísland hefur ekki leikið landsleik síðan 2. maí í fyrra. Íslenska liðið vann þá Ísrael, 39-29, í síðasta leik sínum í undankeppni EM. Átta mánuðir eru því frá síðasta landsleik. „Þetta er engin óskastaða. Liðin leggja mikla áherslu á að fá leiki. En við getum ekki breytt því. Vonandi verður þetta nægilega góður undirbúningur,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru allir leikmennirnir í íslenska hópnum heilir heilsu og klárir í slaginn. Held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun Íslenska liðið hefur æft stíft undanfarna daga og spilað tvo innbyrðis æfingaleiki. Liðið hefur verið í búbblu á Grand hótel til að forðast kórónuveirusmit. „Það var tekin sú ákvörðun að fara með hópinn í svokallaða vinnustaðasóttkví. Ég held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það hefur ekki enn greinst smit síðan við komum saman hér heima og það eru jákvæð tíðindi. Vonandi verður það þannig áfram. Leikmennirnir eru mjög einbeittir og hafa gert þetta einstaklega faglega. Auðvitað hefur reynt á menn að vera í hálfgerðri einangrun en ég verð að hrósa þeim fyrir hversu faglega þeir hafa nálgast þetta. Ég finn fyrir því að það er eldmóður er í hópnum og ofboðslega góður andi. Ég held að leikmenn hafi líka kynnst betur í þessum aðstæðum. Menn eru fullir tilhlökkunar. Eins og leikmenn hlakka ég til að glíma við þetta.“ Stærra hlutverk Ágústs Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Val og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, er nýr í þjálfarateymi karlalandsliðsins. Hlutverk hans stækkaði eftir að aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon smitaðist af veirunni. „Hann var fenginn til að fókusa á markverði. Gunnar hefur verið í einangrun og ekki verið með. En við tökum upp allar æfingar og höfum svo greint þær eftir á. Gunnar hefur séð þær allar,“ sagði Guðmundur. „Fyrir vikið hefur Ágúst verið virkari inn í sal. Hans aðaláhersla hefur verið á markverðina og hann heldur utan greiningu á skotum og annað slíkt.“ Íslenska liðið heldur til Búdapest á morgun. Fyrsti leikur þess á EM er svo gegn Portúgal á föstudaginn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Ísland átti að mæta Litáen í tveimur leikjum á Ásvöllum. Ekkert varð af þeim eftir að Litáar hættu við að koma til landsins. Og það var kannski eins gott því einn leikmaður liðsins er smitaður af kórónuveirunni. Ísland hefur ekki leikið landsleik síðan 2. maí í fyrra. Íslenska liðið vann þá Ísrael, 39-29, í síðasta leik sínum í undankeppni EM. Átta mánuðir eru því frá síðasta landsleik. „Þetta er engin óskastaða. Liðin leggja mikla áherslu á að fá leiki. En við getum ekki breytt því. Vonandi verður þetta nægilega góður undirbúningur,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru allir leikmennirnir í íslenska hópnum heilir heilsu og klárir í slaginn. Held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun Íslenska liðið hefur æft stíft undanfarna daga og spilað tvo innbyrðis æfingaleiki. Liðið hefur verið í búbblu á Grand hótel til að forðast kórónuveirusmit. „Það var tekin sú ákvörðun að fara með hópinn í svokallaða vinnustaðasóttkví. Ég held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það hefur ekki enn greinst smit síðan við komum saman hér heima og það eru jákvæð tíðindi. Vonandi verður það þannig áfram. Leikmennirnir eru mjög einbeittir og hafa gert þetta einstaklega faglega. Auðvitað hefur reynt á menn að vera í hálfgerðri einangrun en ég verð að hrósa þeim fyrir hversu faglega þeir hafa nálgast þetta. Ég finn fyrir því að það er eldmóður er í hópnum og ofboðslega góður andi. Ég held að leikmenn hafi líka kynnst betur í þessum aðstæðum. Menn eru fullir tilhlökkunar. Eins og leikmenn hlakka ég til að glíma við þetta.“ Stærra hlutverk Ágústs Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Val og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, er nýr í þjálfarateymi karlalandsliðsins. Hlutverk hans stækkaði eftir að aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon smitaðist af veirunni. „Hann var fenginn til að fókusa á markverði. Gunnar hefur verið í einangrun og ekki verið með. En við tökum upp allar æfingar og höfum svo greint þær eftir á. Gunnar hefur séð þær allar,“ sagði Guðmundur. „Fyrir vikið hefur Ágúst verið virkari inn í sal. Hans aðaláhersla hefur verið á markverðina og hann heldur utan greiningu á skotum og annað slíkt.“ Íslenska liðið heldur til Búdapest á morgun. Fyrsti leikur þess á EM er svo gegn Portúgal á föstudaginn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira