Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2022 21:50 Eyja Margrét Brynjólfsdóttir er prófessor í heimspeki. Stöð 2 Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32