Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. janúar 2022 13:01 Alls greindust 314 með kórónuveiruna á landamærunum í gær sem er metfjöldi. Vísir/Vilhelm Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. Alls greindust 1063 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og fækkar heildarfjölda þeim lítilega milli daga. Á landamærunum greindist aftur á móti met fjöldi með veiruna, eða alls 314 manns. Fyrra met var frá 3. janúar þegar 177 greindust smitaðir. 32 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að rekja megi þann mikla fjölda sem greindist á landamærunum í gær að miklu leiti til Íslendinga sem voru að koma heim úr fríi, til að mynda frá Tenerife. „Það er eiginlega ekkert sem er að koma okkur á óvart, það var alveg vitað að það var mikill fjöldi Íslendinga erlendis yfir jól og áramót, og eins mikið af erlendu verkafólki sem er að starfa hérna á Íslandi,“ segir Arngrímur. „Það var viðbúið þegar að þessi hópur myndi snúa til baka að það yrðu einhver smit, vegna þess að það eru náttúrulega mikil smit í öllum löndunum í kringum okkur,“ segir Arngrímur. Hann segir stöðuna á flugvellinum ágæta um þessar mundir þegar kemur að sýnatökum, þó að það sé ákveðið áhyggjuefni hjá starfsmönnum hve margir eru að greinast smitaðir. Álagið komi þó í bylgjum, sérstaklega þegar Íslendingar koma heim þar sem þeir sækja frekar í sýnatökur á flugvellinum. „Það koma þessir svona dagar þar sem það eru það mörg flug, sérstaklega með Íslendinga á sama tíma, eins og gerðist þarna í fyrradag. Þá óhjákvæmilega myndast röð en þarna voru þúsund manns að koma á innan við klukkutíma ofan í önnur flug sem voru síðan að koma líka,“ segir Arngrímur. „Þetta var hálfgert einsdæmi en þetta getur gerst öðru hverju en að öllu jöfnu er mjög lítil eða jafnvel engin bið að komast hérna í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Hann segir viðbúið að tölur yfir fjölda smitaðra á landamærunum næstu daga verði háar. „Kannski ekki alveg svona háar tölur, þetta var dálítið sérstakt að fá svona stóran hóp heim í einu af Íslendingum sem voru að koma úr fríi, en já við megum búast við því að það verði nokkuð háar tölur næstu daga, en misjafnt milli daga,“ segir Arngrímur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Óbreyttar reglur á landamærunum Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. 4. janúar 2022 14:05 Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5. janúar 2022 14:05 Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. 5. janúar 2022 11:19 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Alls greindust 1063 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og fækkar heildarfjölda þeim lítilega milli daga. Á landamærunum greindist aftur á móti met fjöldi með veiruna, eða alls 314 manns. Fyrra met var frá 3. janúar þegar 177 greindust smitaðir. 32 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að rekja megi þann mikla fjölda sem greindist á landamærunum í gær að miklu leiti til Íslendinga sem voru að koma heim úr fríi, til að mynda frá Tenerife. „Það er eiginlega ekkert sem er að koma okkur á óvart, það var alveg vitað að það var mikill fjöldi Íslendinga erlendis yfir jól og áramót, og eins mikið af erlendu verkafólki sem er að starfa hérna á Íslandi,“ segir Arngrímur. „Það var viðbúið þegar að þessi hópur myndi snúa til baka að það yrðu einhver smit, vegna þess að það eru náttúrulega mikil smit í öllum löndunum í kringum okkur,“ segir Arngrímur. Hann segir stöðuna á flugvellinum ágæta um þessar mundir þegar kemur að sýnatökum, þó að það sé ákveðið áhyggjuefni hjá starfsmönnum hve margir eru að greinast smitaðir. Álagið komi þó í bylgjum, sérstaklega þegar Íslendingar koma heim þar sem þeir sækja frekar í sýnatökur á flugvellinum. „Það koma þessir svona dagar þar sem það eru það mörg flug, sérstaklega með Íslendinga á sama tíma, eins og gerðist þarna í fyrradag. Þá óhjákvæmilega myndast röð en þarna voru þúsund manns að koma á innan við klukkutíma ofan í önnur flug sem voru síðan að koma líka,“ segir Arngrímur. „Þetta var hálfgert einsdæmi en þetta getur gerst öðru hverju en að öllu jöfnu er mjög lítil eða jafnvel engin bið að komast hérna í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Hann segir viðbúið að tölur yfir fjölda smitaðra á landamærunum næstu daga verði háar. „Kannski ekki alveg svona háar tölur, þetta var dálítið sérstakt að fá svona stóran hóp heim í einu af Íslendingum sem voru að koma úr fríi, en já við megum búast við því að það verði nokkuð háar tölur næstu daga, en misjafnt milli daga,“ segir Arngrímur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Óbreyttar reglur á landamærunum Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. 4. janúar 2022 14:05 Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5. janúar 2022 14:05 Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. 5. janúar 2022 11:19 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Óbreyttar reglur á landamærunum Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. 4. janúar 2022 14:05
Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5. janúar 2022 14:05
Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. 5. janúar 2022 11:19