Banaslys á sjó! Svanur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2022 08:31 Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Slysavarnir Vinnuslys Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar