Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 5. janúar 2022 22:00 Ívar Freyr Sturluson markaðs- og sölustjóri hjá Parka Lausnum. Vísir Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar. Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar.
Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39