Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 13:41 Aron Pálmarsson skoraði tíu mörk gegn Dönum í sigri Íslendinga í fyrsta leik á EM fyrir tveimur árum. Danir sátu þá eftir í riðlakeppninni en urðu svo heimsmeistarar í Egyptalandi ári síðar. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01
Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00
Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01