Fóru yfir sirkus Antonio Brown, Uber-bílstjórann, Brady og ljóta höfuðhöggið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 12:01 Antonio Brown yfirgefur völlinn treyjulaus í miðjum leik Tampa Bay Buccaneers um helgina. AP/Andrew Mills Lokasóknin fór yfir mál NFL-stjörnunnar Antonio Brown sem yfirgaf liðið sitt í miðjum leik um síðustu helgi og sjokkeraði allan NFL-heiminn. Saga hans hefur verið ein stór sorgarsaga eftir að hann fékk rosalegt höfuðhögg í leik í NFL-deildinni. Það hafa verið margar sögur í gangi um hvað gerðist á hliðarlínunni hjá Tom Brady og félögum í NFL-meistaraliði Tampa Bay Buccaneers um síðustu helgi. en það sem sjónvarpsáhorfendur sáu voru sláandi myndir af leikmanni yfirgefa liðið sitt í miðjum leik og vekja á sér athygli með því að fara út keppnistreyjunni og reyna að kveikja í áhorfendum. Klippa: Lokasóknin: Kveðjustund Antonio Brown í NFL Þjálfari Tampa Bay Buccaneers tilkynnti eftir leikinn að Antonio Brown væri ekki lengur leikmaður liðsins. Brown sjálfur sagist hafa verið meiddur og ekki viljað fara meiddur inn á völlinn eins og þjálfararnir vildu. Lokasóknin sýndi myndirnar af Antonio Brown, bæði þær sem voru teknar af honum af fólki í stúkunni en líka myndirnar sem Uber-bílstjórinn tók eftir að hafa sótt hann á völlinn. Þá var Brown mættur á NBA leik í Brooklyn daginn eftir. Það var líka sýnt viðtal við Tom Brady sem var sá sem barðist fyrir því að Antonio Brown fengi annað tækifæri hjá Tampa Bay Buccaneers. Þjálfarinn vildi hann ekki en Brady fékk það í gegn. „Tom Brady svarar vel fyrir þetta, fagmaðurinn sem hann er. Það er smá hægt að hlægja af þessu því þetta er einhver steypa en þetta er líka sorglegt mál í rauninni,“ sagði Andri Ólafsson. Tom Brady shared his thoughts after former teammate Antonio Brown left the field early during Sunday's game. pic.twitter.com/jEHMkLEEO6— SportsCenter (@SportsCenter) January 3, 2022 „Það voru margir að drulla yfir hann og segja: Farðu heim kjáninn þinn. Það sem við vorum að horfa upp á þarna var andlega vanheill einstaklingur sem fer í einhvers konar ævintýraleik meltdown. Á meðan allir voru að drulla yfir hann steig þessi einstaka mannvera, Tom Brady, fram og sagði: Sýnum honum samkennd. Sýnum honum samúð á erfiðum tímum því þessi maður er augljóslega að glíma við eitthvað erfitt,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er auðvitað búinn að glíma við allskonar andleg vanheilindi á undanförnum árum og þarna nær þetta toppnum. Ferli hans er hundrað prósent lokið núna. Hann er 33 ára, búinn að fá fullt af tækifærum. Þetta eru síðustu myndirnar af honum í NFL-deildinni og vá þvílíkar myndir,“ sagði Henry Birgir. From @GMFB: How and why did #Bucs WR Antonio Brown end up storming off the field shirtless to end his Tampa Bay career? pic.twitter.com/nd6xq0xMLp— Ian Rapoport (@RapSheet) January 3, 2022 „Stóra málið hjá NFL-deildinni síðustu árin eru hvaða áhrif höfuðhögg hafa á leikmenn. Yfirleitt erum við að sjá afleiðingar þessara meiðsla seinna á lífsleiðinni en hann er einhvern veginn svona gangandi auglýsing um það hversu slæm áhrif íþróttin getur haft á menn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Lokasóknin sýndi síðan myndband af hryllilegu höfuðhöggi sem Antonio Brown fékk sem leikmaður Pittsburgh Steelers. „Þetta er ein alræmdasta tækling í deildinni undanfarin ár. Hann er viljandi að reyna að meiða Antonio Brown,“ sagði Andri. „Ógeð, ofbeldismaður,“ skaut Henry inn í. „Þetta er ljótasta höfuðhögg sem maður hefur séð,“ sagði Eiríkur Stefán. „Hann fær skelfilega heilahristing og margir sem til þekkja sögðu að eftir þetta höfuðhögg hefði persónuleiki Antonio Brown breyst og það alveg helling,“ sagði Henry Birgir. „Vontaze Burfict gæti verið ábyrgur fyrir því að Antonio Brown er þessi Antonio Brown sem við þekkjum í dag,“ sagði Henry. Það má sjá alla umfjöllunina um Antonio Brown hér fyrir ofan. Video of Antonio Brown leaving the field after taking off his jersey and shirt and throw it into the stands. pic.twitter.com/1hwNYei5Fq— Field Yates (@FieldYates) January 2, 2022 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sjá meira
Það hafa verið margar sögur í gangi um hvað gerðist á hliðarlínunni hjá Tom Brady og félögum í NFL-meistaraliði Tampa Bay Buccaneers um síðustu helgi. en það sem sjónvarpsáhorfendur sáu voru sláandi myndir af leikmanni yfirgefa liðið sitt í miðjum leik og vekja á sér athygli með því að fara út keppnistreyjunni og reyna að kveikja í áhorfendum. Klippa: Lokasóknin: Kveðjustund Antonio Brown í NFL Þjálfari Tampa Bay Buccaneers tilkynnti eftir leikinn að Antonio Brown væri ekki lengur leikmaður liðsins. Brown sjálfur sagist hafa verið meiddur og ekki viljað fara meiddur inn á völlinn eins og þjálfararnir vildu. Lokasóknin sýndi myndirnar af Antonio Brown, bæði þær sem voru teknar af honum af fólki í stúkunni en líka myndirnar sem Uber-bílstjórinn tók eftir að hafa sótt hann á völlinn. Þá var Brown mættur á NBA leik í Brooklyn daginn eftir. Það var líka sýnt viðtal við Tom Brady sem var sá sem barðist fyrir því að Antonio Brown fengi annað tækifæri hjá Tampa Bay Buccaneers. Þjálfarinn vildi hann ekki en Brady fékk það í gegn. „Tom Brady svarar vel fyrir þetta, fagmaðurinn sem hann er. Það er smá hægt að hlægja af þessu því þetta er einhver steypa en þetta er líka sorglegt mál í rauninni,“ sagði Andri Ólafsson. Tom Brady shared his thoughts after former teammate Antonio Brown left the field early during Sunday's game. pic.twitter.com/jEHMkLEEO6— SportsCenter (@SportsCenter) January 3, 2022 „Það voru margir að drulla yfir hann og segja: Farðu heim kjáninn þinn. Það sem við vorum að horfa upp á þarna var andlega vanheill einstaklingur sem fer í einhvers konar ævintýraleik meltdown. Á meðan allir voru að drulla yfir hann steig þessi einstaka mannvera, Tom Brady, fram og sagði: Sýnum honum samkennd. Sýnum honum samúð á erfiðum tímum því þessi maður er augljóslega að glíma við eitthvað erfitt,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er auðvitað búinn að glíma við allskonar andleg vanheilindi á undanförnum árum og þarna nær þetta toppnum. Ferli hans er hundrað prósent lokið núna. Hann er 33 ára, búinn að fá fullt af tækifærum. Þetta eru síðustu myndirnar af honum í NFL-deildinni og vá þvílíkar myndir,“ sagði Henry Birgir. From @GMFB: How and why did #Bucs WR Antonio Brown end up storming off the field shirtless to end his Tampa Bay career? pic.twitter.com/nd6xq0xMLp— Ian Rapoport (@RapSheet) January 3, 2022 „Stóra málið hjá NFL-deildinni síðustu árin eru hvaða áhrif höfuðhögg hafa á leikmenn. Yfirleitt erum við að sjá afleiðingar þessara meiðsla seinna á lífsleiðinni en hann er einhvern veginn svona gangandi auglýsing um það hversu slæm áhrif íþróttin getur haft á menn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Lokasóknin sýndi síðan myndband af hryllilegu höfuðhöggi sem Antonio Brown fékk sem leikmaður Pittsburgh Steelers. „Þetta er ein alræmdasta tækling í deildinni undanfarin ár. Hann er viljandi að reyna að meiða Antonio Brown,“ sagði Andri. „Ógeð, ofbeldismaður,“ skaut Henry inn í. „Þetta er ljótasta höfuðhögg sem maður hefur séð,“ sagði Eiríkur Stefán. „Hann fær skelfilega heilahristing og margir sem til þekkja sögðu að eftir þetta höfuðhögg hefði persónuleiki Antonio Brown breyst og það alveg helling,“ sagði Henry Birgir. „Vontaze Burfict gæti verið ábyrgur fyrir því að Antonio Brown er þessi Antonio Brown sem við þekkjum í dag,“ sagði Henry. Það má sjá alla umfjöllunina um Antonio Brown hér fyrir ofan. Video of Antonio Brown leaving the field after taking off his jersey and shirt and throw it into the stands. pic.twitter.com/1hwNYei5Fq— Field Yates (@FieldYates) January 2, 2022 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sjá meira