Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 08:01 Gilberto Duarte reynir að stöðva Gísla Þorgeir Kristjánsson í sigri Portúgals gegn Íslandi á HM fyrir ári síðan. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. Í dag var tilkynnt að æfingamóti í Sviss hefði verið aflýst. Á mótinu átti Portúgal að mæta heimamönnum, Svartfjallalandi og Úkraínu um komandi helgi. Á heimasíðu mótsins segir að vegna smita í liðum Portúgals og Svartfjallalands sé ekki annað hægt en að fresta mótinu fram á næsta ár. Samkvæmt nýjustu fréttum eru reglur EHF á þá leið að leikmenn þurfi að bíða í 14 daga eftir að smit greinist, þar til að þeir mega spila á EM. Það þýðir að leikmaður sem greinist smitaður í dag missir af leikjunum þremur í riðlakeppninni. Enn stendur til að Ísland leiki vináttulandsleiki í aðdraganda þess að liðið mætir Portúgal 14. janúar í Búdapest. Litháar eru væntanlegir til landsins og leika liðin tvo leiki á Ásvöllum, á föstudag og sunnudag. Þrír leikmenn greindust smitaðir í íslenska landsliðshópnum undir lok síðasta árs, áður en hópurinn kom saman til æfinga 2. janúar. Enginn þeirra kom þó smitaður til móts við hópinn, sem verður í búblu hér á landi þar til að haldið verður á EM. Þegar æfingar hófust voru 17 af 20 leikmönnum með eftir að hafa allir reynst með neikvæð sýni við fyrstu PCR-próf. Tveir leikmenn voru þá í sóttkví og einn í einangrun, en áttu að geta komið inn í búbluna í miðri viku. Eins og fyrr segir er fyrsti leikur Íslands á EM gegn Portúgal 14. janúar en liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og heimamönnum í Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2022 16:15 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Í dag var tilkynnt að æfingamóti í Sviss hefði verið aflýst. Á mótinu átti Portúgal að mæta heimamönnum, Svartfjallalandi og Úkraínu um komandi helgi. Á heimasíðu mótsins segir að vegna smita í liðum Portúgals og Svartfjallalands sé ekki annað hægt en að fresta mótinu fram á næsta ár. Samkvæmt nýjustu fréttum eru reglur EHF á þá leið að leikmenn þurfi að bíða í 14 daga eftir að smit greinist, þar til að þeir mega spila á EM. Það þýðir að leikmaður sem greinist smitaður í dag missir af leikjunum þremur í riðlakeppninni. Enn stendur til að Ísland leiki vináttulandsleiki í aðdraganda þess að liðið mætir Portúgal 14. janúar í Búdapest. Litháar eru væntanlegir til landsins og leika liðin tvo leiki á Ásvöllum, á föstudag og sunnudag. Þrír leikmenn greindust smitaðir í íslenska landsliðshópnum undir lok síðasta árs, áður en hópurinn kom saman til æfinga 2. janúar. Enginn þeirra kom þó smitaður til móts við hópinn, sem verður í búblu hér á landi þar til að haldið verður á EM. Þegar æfingar hófust voru 17 af 20 leikmönnum með eftir að hafa allir reynst með neikvæð sýni við fyrstu PCR-próf. Tveir leikmenn voru þá í sóttkví og einn í einangrun, en áttu að geta komið inn í búbluna í miðri viku. Eins og fyrr segir er fyrsti leikur Íslands á EM gegn Portúgal 14. janúar en liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og heimamönnum í Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2022 16:15 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00
Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2022 16:15