Láta ekki líflátshótanir stoppa sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 23:30 Franska þingið. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Franskir stjórnarþingmenn segja að líflátshótanir sem þeir hafi fengið muni ekki stöðva áform um að framvísa þurfi bólusetningavottorði til að komast um borð í lestir eða inn á veitingastaði. Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs. Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs.
Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49
Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23