Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi Smári Jökull Jónsson skrifar 2. janúar 2022 14:06 Nemendur í menntaskólum á Englandi munu þurfa að bera grímur í kennslustundum til að minnka líkur á frekari dreifingu kórónuveirunnar. Vísir/EPA Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólarnir hefja störf aftur í næstu viku. Aðgerðin er tímabundin og hugsuð til að stoppa hraða dreifingu ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar en yfir milljón tilfelli greindust á Bretlandseyjum í síðustu viku og var það tæplega 50% aukning frá því í vikunni þar á undan. Sex stéttarfélög starfsmanna í skólum landsins höfðu óskað eftir aðgerðum yfirvalda til að hefta útbreiðslu afbrigðisins og höfðu varað við því að landspróf væru í hættu ef ekki yrði brugðist við. Kröfur starfsmannanna lutu að lofthreinsibúnaði, fjármagni til að hægt væri að leysa af þá starfsmenn sem frá væru vegna veikinda og að boðið væri upp á sýnatöku í skólunum. Kennarar munu ekki þurfa að bera grímur samkvæmt nýju reglunum en England var eina landið á Bretlandseyjum þar sem ekki var skylda fyrir nemendur að bera grímur í kennslustundum. Að sögn menntamálaráðherra Breta, Nadhim Zahawi, munu reglur um grímuskyldu gilda þar til 26.janúar en það er þegar núgildandi sóttvarnarreglur ríkisstjórnarinnar falla úr gildi. Þá sagði hann að 7000 eintökum af lofthreinsibúnaði yrði dreift í skóla landsins en alls eru tæplega 25000 skólar á Englandi. Líkt og hér á landi hafa margir Bretar óttast að skólastarf muni raskast þegar skólar hefjast að nýju eftir jólafrí. Að sögn yfirvalda verða skólar settir í forgang hvað varðar sýnatöku til að tryggja að þeir gætu opnað vandræðalaust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Aðgerðin er tímabundin og hugsuð til að stoppa hraða dreifingu ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar en yfir milljón tilfelli greindust á Bretlandseyjum í síðustu viku og var það tæplega 50% aukning frá því í vikunni þar á undan. Sex stéttarfélög starfsmanna í skólum landsins höfðu óskað eftir aðgerðum yfirvalda til að hefta útbreiðslu afbrigðisins og höfðu varað við því að landspróf væru í hættu ef ekki yrði brugðist við. Kröfur starfsmannanna lutu að lofthreinsibúnaði, fjármagni til að hægt væri að leysa af þá starfsmenn sem frá væru vegna veikinda og að boðið væri upp á sýnatöku í skólunum. Kennarar munu ekki þurfa að bera grímur samkvæmt nýju reglunum en England var eina landið á Bretlandseyjum þar sem ekki var skylda fyrir nemendur að bera grímur í kennslustundum. Að sögn menntamálaráðherra Breta, Nadhim Zahawi, munu reglur um grímuskyldu gilda þar til 26.janúar en það er þegar núgildandi sóttvarnarreglur ríkisstjórnarinnar falla úr gildi. Þá sagði hann að 7000 eintökum af lofthreinsibúnaði yrði dreift í skóla landsins en alls eru tæplega 25000 skólar á Englandi. Líkt og hér á landi hafa margir Bretar óttast að skólastarf muni raskast þegar skólar hefjast að nýju eftir jólafrí. Að sögn yfirvalda verða skólar settir í forgang hvað varðar sýnatöku til að tryggja að þeir gætu opnað vandræðalaust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira