Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 12:03 Alexis Borges er á meðal þeirra sem dottið hafa út úr portúgalska landsliðshópnum vegna meiðsla. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. Mikil meiðsli gera Portúgölum erfitt fyrir í aðdraganda EM auk þess sem þrír leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. Íslendingar hafa verið nokkuð heppnari en þó eru Hákon Daði Styrmisson og Haukur Þrastarson ekki í EM-hópnum vegna meiðsla, og tveir leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit en ættu að vera klárir í slaginn þegar æfingar hefjast hér á landi 2. janúar. Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen bendir á að forföllin hjá portúgalska liðinu þýði að útlit sé fyrir að hinn 16 ára gamli „ofurhæfileikaríki“ Francisco Costa komi í hópinn sem hægri skytta. With the injury problems of Portugal it seems like the super talented right back of Sporting CP, Francisco Costa (16) will play at the Euros! Very exciting.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 29, 2021 Á meðal meiddra leikmanna Portúgals eru Pedro Portela og André Gomes, sem samtals skoruðu níu mörk í 25-23 sigrinum gegn Íslandi á HM. Miguel Martins, sem var markahæstur Portúgals með sex mörk úr sjö skotum, er svo einn þeirra sem smitast hafa af Covid-19. Francisco Costa þykir afar mikið efni en hann er leikmaður Sporting Lissabon.mynd/sporting.pt Línumaðurinn mikli Alexis Borges missir einnig af mótinu og áður var ljóst að annar línumaður, Luis Frade úr Barcelona, yrði ekki með vegna hnémeiðsla. Belone Moreira verður ekki með af persónulegum ástæðum og Joao Ferraz vegna meiðsla. Auk Martins eru þeir Gustavo Capdeville og Alexandre Cavalcanti smitaðir af veirunni, en þar sem leikur Íslands og Portúgals er ekki fyrr en 14. janúar má ætla að þeir geti spilað. Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Mikil meiðsli gera Portúgölum erfitt fyrir í aðdraganda EM auk þess sem þrír leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. Íslendingar hafa verið nokkuð heppnari en þó eru Hákon Daði Styrmisson og Haukur Þrastarson ekki í EM-hópnum vegna meiðsla, og tveir leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit en ættu að vera klárir í slaginn þegar æfingar hefjast hér á landi 2. janúar. Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen bendir á að forföllin hjá portúgalska liðinu þýði að útlit sé fyrir að hinn 16 ára gamli „ofurhæfileikaríki“ Francisco Costa komi í hópinn sem hægri skytta. With the injury problems of Portugal it seems like the super talented right back of Sporting CP, Francisco Costa (16) will play at the Euros! Very exciting.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 29, 2021 Á meðal meiddra leikmanna Portúgals eru Pedro Portela og André Gomes, sem samtals skoruðu níu mörk í 25-23 sigrinum gegn Íslandi á HM. Miguel Martins, sem var markahæstur Portúgals með sex mörk úr sjö skotum, er svo einn þeirra sem smitast hafa af Covid-19. Francisco Costa þykir afar mikið efni en hann er leikmaður Sporting Lissabon.mynd/sporting.pt Línumaðurinn mikli Alexis Borges missir einnig af mótinu og áður var ljóst að annar línumaður, Luis Frade úr Barcelona, yrði ekki með vegna hnémeiðsla. Belone Moreira verður ekki með af persónulegum ástæðum og Joao Ferraz vegna meiðsla. Auk Martins eru þeir Gustavo Capdeville og Alexandre Cavalcanti smitaðir af veirunni, en þar sem leikur Íslands og Portúgals er ekki fyrr en 14. janúar má ætla að þeir geti spilað. Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes
Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira