Finnur lítið fyrir veirunni á Tene þrátt fyrir hærra nýgengi en á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2021 20:37 Jakob er um þessar mundir staddur í bænum Adeje, sem er vinsæll meðal íslenskra Tenerife-fara. Samsett Nýgengi kórónuveirusmita á spænsku eyjunni Tenerife, sem er vinsæll áfangastaður sólarþyrstra Íslendinga, er hærra en hér á landi. Ísland er með hæsta nýgengi allra Evrópulanda. Á vefsíðunni cvcanarias, þar sem er haldið utan um helstu tölfræði er varðar Covid-faraldurinn á Kanaríeyjum, ekki ósvipað því sem gert er á covid.is fyrir Ísland, má sjá að 14 daga nýgengi smita á Tenerife, eða Tene eins og margir Íslendingar kjósa að kalla eyjuna, er rúmlega 1.908. Nýgengi smita á Íslandi fyrir sama tíma er hins vegar rúmlega 1.359. Nýgengi er samanlagður fjöldi smita yfir ákveðið tímabil, í þessu tilfelli 14 daga, sem síðan er deilt niður á hverja 100.000 íbúa, og er talið gefa nokkuð góða mynd af þróun faraldursins á hverju svæði fyrir sig. Ferðamenn finni lítið fyrir faraldrinum Uppistandarinn Jakob Birgisson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hefur lagt leið sína til Tenerife að undanförnu. Fréttastofa náði stuttlega tali af honum þar sem hann var staddur á eyjunni sólríku, en hann sagði Covid-ástandið þar ekki sérlega áþreifanlegt. „Ég er bara að gæða mér á dýrindis pizzu og verð eiginlega ekkert var við veiruna skæðu,“ sagði Jakob þegar fréttamaður sló á þráðinn. Hann bætti því við að grímunotkun væri þó útbreidd á Adeje, hvar hann dvelur, og fólk almennt duglegt að sinna persónubundnum sóttvörnum, til að mynda með því að spritta sig. „Svo er fólk bara mikið úti. Ég held að það sé ágætis sýnidæmi að nú virðast allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vera smitaðir. Nema Guðlaugur Þór, því hann er á Tene. Ég held að hann sé lifandi dæmi þess að það sé gott að vera hér á Tenerife.“ Grímuleysi í strætó ekki tekið af léttúð Jakob segist ekki hafa orðið sérstaklega var við miklar takmarkanir á opnunartímum og öðru slíku. Hins vegar sé gríman í hávegum höfð. „Þeir eru mjög strangir á grímum þar sem þær eru. Ég rambaði óvart inn í strætó grímulaus og ég var nánast barinn, þannig að ég var fljótur að setja hana upp. Allt svona er mjög strangt og það fara bara allir eftir reglunum,“ segir Jakob. Hann segist þá feginn að vera staddur á Tenerife um þessar mundir, þar sem fjöldi vina hans og ættingja sé ýmist í sóttkví eða einangrun heima á Íslandi. Jakob segist ekki kvíða því að koma aftur til Íslands en kveðst engu að síður feginn að vera ekki staddur í „skammdegisþunglyndinu.“ „En verst þykir mér nú að ég ætlaði að taka mér frí yfir jólin og koma öflugur inn í nýtt ár en það er bara byrjað að afbóka allar skemmtanir þá. Þannig að ég vona að Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] skoði styrkjamálin og haldi áfram með þessa frábæru styrki sem hann hefur verið að veita okkur verktökunum. Þannig að ég sendi bara formlegt ákall til hans um áframhaldandi styrkveitingar ef það á að hafa þetta svona, og það er svo sem lítið annað hægt en að hafa þessar takmarkanir,“ segir Jakob að lokum. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Á vefsíðunni cvcanarias, þar sem er haldið utan um helstu tölfræði er varðar Covid-faraldurinn á Kanaríeyjum, ekki ósvipað því sem gert er á covid.is fyrir Ísland, má sjá að 14 daga nýgengi smita á Tenerife, eða Tene eins og margir Íslendingar kjósa að kalla eyjuna, er rúmlega 1.908. Nýgengi smita á Íslandi fyrir sama tíma er hins vegar rúmlega 1.359. Nýgengi er samanlagður fjöldi smita yfir ákveðið tímabil, í þessu tilfelli 14 daga, sem síðan er deilt niður á hverja 100.000 íbúa, og er talið gefa nokkuð góða mynd af þróun faraldursins á hverju svæði fyrir sig. Ferðamenn finni lítið fyrir faraldrinum Uppistandarinn Jakob Birgisson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hefur lagt leið sína til Tenerife að undanförnu. Fréttastofa náði stuttlega tali af honum þar sem hann var staddur á eyjunni sólríku, en hann sagði Covid-ástandið þar ekki sérlega áþreifanlegt. „Ég er bara að gæða mér á dýrindis pizzu og verð eiginlega ekkert var við veiruna skæðu,“ sagði Jakob þegar fréttamaður sló á þráðinn. Hann bætti því við að grímunotkun væri þó útbreidd á Adeje, hvar hann dvelur, og fólk almennt duglegt að sinna persónubundnum sóttvörnum, til að mynda með því að spritta sig. „Svo er fólk bara mikið úti. Ég held að það sé ágætis sýnidæmi að nú virðast allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vera smitaðir. Nema Guðlaugur Þór, því hann er á Tene. Ég held að hann sé lifandi dæmi þess að það sé gott að vera hér á Tenerife.“ Grímuleysi í strætó ekki tekið af léttúð Jakob segist ekki hafa orðið sérstaklega var við miklar takmarkanir á opnunartímum og öðru slíku. Hins vegar sé gríman í hávegum höfð. „Þeir eru mjög strangir á grímum þar sem þær eru. Ég rambaði óvart inn í strætó grímulaus og ég var nánast barinn, þannig að ég var fljótur að setja hana upp. Allt svona er mjög strangt og það fara bara allir eftir reglunum,“ segir Jakob. Hann segist þá feginn að vera staddur á Tenerife um þessar mundir, þar sem fjöldi vina hans og ættingja sé ýmist í sóttkví eða einangrun heima á Íslandi. Jakob segist ekki kvíða því að koma aftur til Íslands en kveðst engu að síður feginn að vera ekki staddur í „skammdegisþunglyndinu.“ „En verst þykir mér nú að ég ætlaði að taka mér frí yfir jólin og koma öflugur inn í nýtt ár en það er bara byrjað að afbóka allar skemmtanir þá. Þannig að ég vona að Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] skoði styrkjamálin og haldi áfram með þessa frábæru styrki sem hann hefur verið að veita okkur verktökunum. Þannig að ég sendi bara formlegt ákall til hans um áframhaldandi styrkveitingar ef það á að hafa þetta svona, og það er svo sem lítið annað hægt en að hafa þessar takmarkanir,“ segir Jakob að lokum.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31