Í mál við TikTok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 16:11 Getty/Drew Angerer Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum. Candie Frazier og aðrir umræðurrýnar TikTok hafa unnið við það í allt að tólf tíma á dag að fara yfir myndbönd á samfélagsmiðlinum og fjarlægja þau ef þau reynast of gróf. Í lögsókn Frazier segir að hún hafi meðal annars þurft að horfa á myndbönd af fjöldamorðum í Mjanmar, skotárásum, barnaníði og dýraníði. Í lögsókn hennar, sem beinist gegn TikTok og ByteDance, móðurfyrirtækis samfélagsmiðilsins, segir að Frazier hafi hlotið mikinn skaða af þessum störfum og þá meðal annars áfallastreituröskun. Hún segist einnig þjást af þunglyndi og kvíða. Þar að auki segist hún eiga erfitt með svefn vegna martraða. Hún vann hjá TikTok sem verktaki á vegum fyrirtækisins Telus International en segir TikTok hafa ráðið öllu um starf hennar. Samkvæmt frétt Washinton Post vonast Frazier til þess að aðrir umræðurýnar TikTok gangi til liðs við sig. TikTok hefur fleiri en einn milljarð notenda á heimsvísu og varð í ár vinsælastavefsíða heims. Sjá einnig: TikTok vinsælasta vefsíða ársins Sambærilegum lögsóknum hefur verið beitt gegn öðrum samfélagsmiðlum. Meta, áður Facebook, greiddi til að mynda 52 milljónir dala til þúsunda umræðurýna í fyrra vegna lögsóknar sem sneri að því að þau hefðu ekki verið varin gegn efni sem þau neyddust til að horfa á. Frazier segir í lögsókn sinni að hún og aðrir umræðurýnar hafi þurft að horfa á þrjú til tíu myndbönd samtímis og ný myndbönd hafi birst þeim á um 25 sekúndna fresti. Þeim hafi eingöngu verið leyft að taka klukkutíma í hádegismat og tvær fimmtán mínútna pásur þar að auki á tólf tíma vöktum. Business Insider segir að yfirmenn umræðurýna fylgist með þeim í gegnum upptökur og passi að þau taki sér ekki frekari pásur en þeim sé leyfilegt. Dæmi séu um að fólk hafi verið meinuð laun vegna slíkra pása. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Stafrænt ofbeldi TikTok Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Candie Frazier og aðrir umræðurrýnar TikTok hafa unnið við það í allt að tólf tíma á dag að fara yfir myndbönd á samfélagsmiðlinum og fjarlægja þau ef þau reynast of gróf. Í lögsókn Frazier segir að hún hafi meðal annars þurft að horfa á myndbönd af fjöldamorðum í Mjanmar, skotárásum, barnaníði og dýraníði. Í lögsókn hennar, sem beinist gegn TikTok og ByteDance, móðurfyrirtækis samfélagsmiðilsins, segir að Frazier hafi hlotið mikinn skaða af þessum störfum og þá meðal annars áfallastreituröskun. Hún segist einnig þjást af þunglyndi og kvíða. Þar að auki segist hún eiga erfitt með svefn vegna martraða. Hún vann hjá TikTok sem verktaki á vegum fyrirtækisins Telus International en segir TikTok hafa ráðið öllu um starf hennar. Samkvæmt frétt Washinton Post vonast Frazier til þess að aðrir umræðurýnar TikTok gangi til liðs við sig. TikTok hefur fleiri en einn milljarð notenda á heimsvísu og varð í ár vinsælastavefsíða heims. Sjá einnig: TikTok vinsælasta vefsíða ársins Sambærilegum lögsóknum hefur verið beitt gegn öðrum samfélagsmiðlum. Meta, áður Facebook, greiddi til að mynda 52 milljónir dala til þúsunda umræðurýna í fyrra vegna lögsóknar sem sneri að því að þau hefðu ekki verið varin gegn efni sem þau neyddust til að horfa á. Frazier segir í lögsókn sinni að hún og aðrir umræðurýnar hafi þurft að horfa á þrjú til tíu myndbönd samtímis og ný myndbönd hafi birst þeim á um 25 sekúndna fresti. Þeim hafi eingöngu verið leyft að taka klukkutíma í hádegismat og tvær fimmtán mínútna pásur þar að auki á tólf tíma vöktum. Business Insider segir að yfirmenn umræðurýna fylgist með þeim í gegnum upptökur og passi að þau taki sér ekki frekari pásur en þeim sé leyfilegt. Dæmi séu um að fólk hafi verið meinuð laun vegna slíkra pása.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Stafrænt ofbeldi TikTok Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira