Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Árni Sæberg skrifar 27. desember 2021 21:20 Ásmundur Friðriksson er ekki ánægður með Verbúðina. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. Í Reykjavík síðdegis í dag sagðist Ásmundur hafa verið verkstjóri í einni stærstu fiskvinnslu landsins á þeim árum sem Verbúðin á að gerast. Hann segir lífið í verbúðinni þar ekki hafa á nokkurn hátt líkst þeirri mynd sem máluð er upp í þættinum. Þó ýmislegt hafi auðvitað gengið á þar. „Að draga þetta svona upp, samfarir og brjóstasýningar, ég veit ekki inn í hvaða heim þetta fólk er að tala með þessu. Hvort það trúi því að jafnvel á þessum árum sem er verið að horfa til, í upphafi kvótakerfisins, að þá hafi lífið verið svona,“ segir hann. Velur heldur Nýtt líf Þá segir hann að á þeim árum sem hann vann í fiskvinnslu hafi þar verið tekin upp kvikmyndin Nýtt líf. Hún sýni lífið í verðbúð á skemmtilegan og smekklegan hátt. „En ef maður horfir á Nýtt líf og svo þetta sem er gert í gærkvöldi, þar sem fiskvinnslufólkið er gert að einhverjum álfum, skipstjórinn að aumingja sem notar efni upp í endaþarminn á sér og svona hluti. Veistu það, mér finnst þetta ekki ná orðið nokkurri átt,“ Þó segir hann boðskap þáttarins um kvótakerfið eiga rétt á sér. Hann vill þó að hann sé settur fram á annan hátt. „Ég bara stend upp til varnar landsbyggðinni vegna þess að hún á undir högg að sækja í öllu þessi menningarbrölti, sem er orðið gegnsýrt af einhverju berrössuðu fólki og ómennum,“ segir Ásmundur. „Hvað finnst Me-too hreyfingunni?“ Þá veltir Ásmundur því fyrir sér hvernig þátturinn hafi fallið í kramið hjá þeim sem hann kallar „Me-too hreyfinguna“. „Menn mega ekki hósta upp úr sér óviðurkvæmilegu orði, þá missa þeir vinnuna. En svo geta listamenn í nafni listarinnar nauðgað þessu öllu til og frá. Ég er bara orðinn gáttaður á þessari framkomu,“ segir hann. Viðtal við Ásmund Friðriksson í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Í Reykjavík síðdegis í dag sagðist Ásmundur hafa verið verkstjóri í einni stærstu fiskvinnslu landsins á þeim árum sem Verbúðin á að gerast. Hann segir lífið í verbúðinni þar ekki hafa á nokkurn hátt líkst þeirri mynd sem máluð er upp í þættinum. Þó ýmislegt hafi auðvitað gengið á þar. „Að draga þetta svona upp, samfarir og brjóstasýningar, ég veit ekki inn í hvaða heim þetta fólk er að tala með þessu. Hvort það trúi því að jafnvel á þessum árum sem er verið að horfa til, í upphafi kvótakerfisins, að þá hafi lífið verið svona,“ segir hann. Velur heldur Nýtt líf Þá segir hann að á þeim árum sem hann vann í fiskvinnslu hafi þar verið tekin upp kvikmyndin Nýtt líf. Hún sýni lífið í verðbúð á skemmtilegan og smekklegan hátt. „En ef maður horfir á Nýtt líf og svo þetta sem er gert í gærkvöldi, þar sem fiskvinnslufólkið er gert að einhverjum álfum, skipstjórinn að aumingja sem notar efni upp í endaþarminn á sér og svona hluti. Veistu það, mér finnst þetta ekki ná orðið nokkurri átt,“ Þó segir hann boðskap þáttarins um kvótakerfið eiga rétt á sér. Hann vill þó að hann sé settur fram á annan hátt. „Ég bara stend upp til varnar landsbyggðinni vegna þess að hún á undir högg að sækja í öllu þessi menningarbrölti, sem er orðið gegnsýrt af einhverju berrössuðu fólki og ómennum,“ segir Ásmundur. „Hvað finnst Me-too hreyfingunni?“ Þá veltir Ásmundur því fyrir sér hvernig þátturinn hafi fallið í kramið hjá þeim sem hann kallar „Me-too hreyfinguna“. „Menn mega ekki hósta upp úr sér óviðurkvæmilegu orði, þá missa þeir vinnuna. En svo geta listamenn í nafni listarinnar nauðgað þessu öllu til og frá. Ég er bara orðinn gáttaður á þessari framkomu,“ segir hann. Viðtal við Ásmund Friðriksson í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira