Um kristna menningu (hugleiðingar um jól) Haukur Arnþórsson skrifar 27. desember 2021 11:01 Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Jól Trúmál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun