Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 19:04 Alveg frá því í morgun hefur verið að minnsta kosti klukkustundarbið eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut. Það er ekki hlaupið að því að opna nýjan sýnatökustað að sögn Víðis Reynissonar. Vísir Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
„Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent