Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 18:18 Brynjar er brattur eftir aðgerðina og þakkar starfsmönnum Landspítalans fyrir vel unnin störf. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“ Rafhlaupahjól Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“
Rafhlaupahjól Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira