Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2021 12:01 Guðmundur Guðmundsson stýrði íslenska landsliðinu til 20. sætis á HM í janúar þó að liðið tapaði þar engum af sínum sex leikjum með meira en tveggja marka mun. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. „Ég er ekkert að velta fyrir mér hvað kemur eftir mótið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, eftir að hafa tilkynnt hvaða leikmenn hann tæki með sér á EM í byrjun næsta árs. Klippa: Guðmundur um framtíð sína með landsliðinu Guðmundur tók á ný við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum og gerði þá samning við HSÍ sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi sem fram fór í byrjun þessa árs. Sá samningur var hins vegar framlengdur sumarið 2020 og gildir því fram yfir EM. Guðmundur fékk leyfi HSÍ til að taka við þýska liðinu Melsungen í febrúar 2020 og stýra því samhliða því að þjálfa íslenska landsliðið. Hann var hins vegar látinn fara frá Melsungen í haust, rétt áður en tilkynnt var að hann tæki við danska liðinu Federicia næsta sumar. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi á EM og komast aðeins tvö efstu liðin í riðlinum áfram í milliriðla. „Búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu“ Guðmundur setti sér strax árið 2018 markmið um að koma Íslandi í hóp átta bestu landsliða heims en liðið endaði í 20. sæti á HM í byrjun þessa árs. Ef að illa fer á EM, ætlar hann þá samt að halda verkefni sínu áfram? „Ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér. Ég bara einbeiti mér að þessu verkefni og geri það eins vel og ég get. Ég er búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu, og ætla að einbeita mér að því eingöngu,“ sagði Guðmundur en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Ég er ekkert að velta fyrir mér hvað kemur eftir mótið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, eftir að hafa tilkynnt hvaða leikmenn hann tæki með sér á EM í byrjun næsta árs. Klippa: Guðmundur um framtíð sína með landsliðinu Guðmundur tók á ný við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum og gerði þá samning við HSÍ sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi sem fram fór í byrjun þessa árs. Sá samningur var hins vegar framlengdur sumarið 2020 og gildir því fram yfir EM. Guðmundur fékk leyfi HSÍ til að taka við þýska liðinu Melsungen í febrúar 2020 og stýra því samhliða því að þjálfa íslenska landsliðið. Hann var hins vegar látinn fara frá Melsungen í haust, rétt áður en tilkynnt var að hann tæki við danska liðinu Federicia næsta sumar. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi á EM og komast aðeins tvö efstu liðin í riðlinum áfram í milliriðla. „Búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu“ Guðmundur setti sér strax árið 2018 markmið um að koma Íslandi í hóp átta bestu landsliða heims en liðið endaði í 20. sæti á HM í byrjun þessa árs. Ef að illa fer á EM, ætlar hann þá samt að halda verkefni sínu áfram? „Ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér. Ég bara einbeiti mér að þessu verkefni og geri það eins vel og ég get. Ég er búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu, og ætla að einbeita mér að því eingöngu,“ sagði Guðmundur en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00
EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06