Sá besti mætti allur krambúleraður í framan eftir slys í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 12:00 Hafþór Már Vignisson mætti í viðtalið en sýndi slæmu hliðina eftir slysið í Vestmannaeyjum. S2 Sport. Seinni bylgjan valdi Stjörnumanninn Hafþór Már Vignisson besta leikmann fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta og hann mætti í viðtal í jólaþættinum. „Besti leikmaður fyrri hlutans er Hafþór Már Vignisson. Hann er mættur til Naflans. Hann er allur í hakki,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, þegar hann kynnti inn viðtalið. Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Naflinn, tók viðtalið fyrir Seinni bylgjuna. Komu verðlaunin Hafþór á óvart? „Bara svona bæði og. Ég veit það ekki, erfið spurning,“ sagði Hafþór Már Vignisson. Kom sterkur til baka Naflinn afhenti verðlaunin og tók viðtalið við Hafþór.S2 Sport Hafþór missti mikið úr á síðasta tímabili vegna meiðsla en hefur komið mjög sterkur til baka í ár. „Þegar maður fer í svona nýtt lið. Ég var nýkominn í Stjörnuna og svo missti ég úr helminginn af leikjunum. Þá fer maður í næsta tímabil staðráðinn að nýta undirbúningstímabilið og koma sér á gott ról á því. Reyna að spila sem best þá og koma á góðu skriði inn í tímabilið,“ sagði Hafþór Már. „Það er búið að virka vel. Ég er búinn að spila vel og spila mikið. Svo er maður búinn að vera að standa sig í þokkabót,“ sagði Hafþór. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafþór Má Vignisson Gerir voða mikið af fjölbreyttum hlutum „Ég myndi segja að ég væri að gera voða mikið af fjölbreyttum hlutum. Ég er ekki endilega alltaf markahæstur en ég er að spila sextíu mínútur í vörn og sókn. Ég er að leysa af miðjuna, skyttuna og tek stundum þristinn í vörninni. Ég bara fer í þau hlutverk sem ég er settur í. Svo er maður með stoðsendingar og eitthvað svona,“ sagði Hafþór. „Það má ekki gleyma því að við erum með mjög gott lið og ég er að njóta góðs af því að geta sent hann niður í horn og að við séum með níutíu prósent nýtingu þar. Svo klikkuðum við lítið á línunni og ég nýt því líka góðs af því að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Hafþór. Hafþór Már Vignisson skorar hér fyrir Stjörnuna í Olís deild karla í vetur.Vísir/Hulda Margrét Engin ástæða til að horfa niður En hvað getur Stjörnuliðið gert á þessu tímabili? „Núna erum við tveimur stigum frá toppnum í jólafríinu. Það segir okkur það að það er ekkert sem á að geta stoppað okkur. Við eigum ekkert að þurfa að vera eitthvað litla liðið í neinum leikjum. Við förum í restina af tímabilinu til að gera okkar besta og það er engin ástæða til að horfa niður þegar þú ert bara tveimur stigum frá toppnum. Við getum bara horft upp, það er styttra þangað,“ sagði Hafþór. Stjörnumenn náðu að klára síðustu vikuna fyrir jólafrí með góðum úrslitum en sá besti komst ekki alveg eins vel frá þessu. Hann mætti í viðtalið allur krambúleraður i framan og sagði söguna af því. Dýr ferð til Vestmanneyja „Það var gaman að fara í jólafrí með öll úrslitin en þetta var heldur betur dýr ferð fyrir mig til Vestmannaeyja. Það er búið að sminka svolítið yfir þetta,“ sagði Hafþór og sýndi andlitið sitt. „Við fórum til Vestmannaeyja á fimmtudaginn með Herjólfi og fórum deginum fyrr. Ég tek upp á því að fara á Hopp hlaupahjóli upp á hótel. Ég er á leiðinni niður brekku og sé hótelið en svo fer ég bara heljarstökk og lendi með andlitið á stéttinni,“ sagði Hafþór. „Þetta var pínu dýr ferð fyrir mig og svo fékk ég aðeins í hnéð í leiknum og svona. Jólafríið er til að slaka á held ég og hvíla sig,“ sagði Hafþór en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan úrvalsliðið sem Seinni bylgjan valdi. S2 Sport Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
„Besti leikmaður fyrri hlutans er Hafþór Már Vignisson. Hann er mættur til Naflans. Hann er allur í hakki,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, þegar hann kynnti inn viðtalið. Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Naflinn, tók viðtalið fyrir Seinni bylgjuna. Komu verðlaunin Hafþór á óvart? „Bara svona bæði og. Ég veit það ekki, erfið spurning,“ sagði Hafþór Már Vignisson. Kom sterkur til baka Naflinn afhenti verðlaunin og tók viðtalið við Hafþór.S2 Sport Hafþór missti mikið úr á síðasta tímabili vegna meiðsla en hefur komið mjög sterkur til baka í ár. „Þegar maður fer í svona nýtt lið. Ég var nýkominn í Stjörnuna og svo missti ég úr helminginn af leikjunum. Þá fer maður í næsta tímabil staðráðinn að nýta undirbúningstímabilið og koma sér á gott ról á því. Reyna að spila sem best þá og koma á góðu skriði inn í tímabilið,“ sagði Hafþór Már. „Það er búið að virka vel. Ég er búinn að spila vel og spila mikið. Svo er maður búinn að vera að standa sig í þokkabót,“ sagði Hafþór. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafþór Má Vignisson Gerir voða mikið af fjölbreyttum hlutum „Ég myndi segja að ég væri að gera voða mikið af fjölbreyttum hlutum. Ég er ekki endilega alltaf markahæstur en ég er að spila sextíu mínútur í vörn og sókn. Ég er að leysa af miðjuna, skyttuna og tek stundum þristinn í vörninni. Ég bara fer í þau hlutverk sem ég er settur í. Svo er maður með stoðsendingar og eitthvað svona,“ sagði Hafþór. „Það má ekki gleyma því að við erum með mjög gott lið og ég er að njóta góðs af því að geta sent hann niður í horn og að við séum með níutíu prósent nýtingu þar. Svo klikkuðum við lítið á línunni og ég nýt því líka góðs af því að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Hafþór. Hafþór Már Vignisson skorar hér fyrir Stjörnuna í Olís deild karla í vetur.Vísir/Hulda Margrét Engin ástæða til að horfa niður En hvað getur Stjörnuliðið gert á þessu tímabili? „Núna erum við tveimur stigum frá toppnum í jólafríinu. Það segir okkur það að það er ekkert sem á að geta stoppað okkur. Við eigum ekkert að þurfa að vera eitthvað litla liðið í neinum leikjum. Við förum í restina af tímabilinu til að gera okkar besta og það er engin ástæða til að horfa niður þegar þú ert bara tveimur stigum frá toppnum. Við getum bara horft upp, það er styttra þangað,“ sagði Hafþór. Stjörnumenn náðu að klára síðustu vikuna fyrir jólafrí með góðum úrslitum en sá besti komst ekki alveg eins vel frá þessu. Hann mætti í viðtalið allur krambúleraður i framan og sagði söguna af því. Dýr ferð til Vestmanneyja „Það var gaman að fara í jólafrí með öll úrslitin en þetta var heldur betur dýr ferð fyrir mig til Vestmannaeyja. Það er búið að sminka svolítið yfir þetta,“ sagði Hafþór og sýndi andlitið sitt. „Við fórum til Vestmannaeyja á fimmtudaginn með Herjólfi og fórum deginum fyrr. Ég tek upp á því að fara á Hopp hlaupahjóli upp á hótel. Ég er á leiðinni niður brekku og sé hótelið en svo fer ég bara heljarstökk og lendi með andlitið á stéttinni,“ sagði Hafþór. „Þetta var pínu dýr ferð fyrir mig og svo fékk ég aðeins í hnéð í leiknum og svona. Jólafríið er til að slaka á held ég og hvíla sig,“ sagði Hafþór en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan úrvalsliðið sem Seinni bylgjan valdi. S2 Sport
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira