Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. desember 2021 12:18 Jón Gunnarsson ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins. Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins.
Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31
Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“