Virkt eftirlit er grundvöllur verðmætasköpunnar Ögmundur Knútsson skrifar 15. desember 2021 07:30 Vaxandi umhverfisvitund almennings og auknar kröfur neytenda um að fiskveiðum sé stjórnað með sjálfbærni að leiðarljósi hefur skapað íslenskum sjávarútvegi gott orðspor og samkeppnisforskot. Þetta byggir meðal annars á trausti þess að hér séu vísindalegar nálganir notaðar við stjórn fiskveiða, ábyrg nýting fiskistofna og umgengni við hafið í hávegum höfð. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi auk þess Fiskistofu, sem hefur það hlutverk að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar, árið 2018 vegna veikburða og ómarkviss eftirlits. Það kemur íslenskum sjávarútvegi ekki til góða að sú saga nái fótfestu að á Íslandi sé óvirkt fiskveiðieftirlit heldur grefur það undan trúverðugleikanum sem byggst hefur upp. Fiskistofa hefur þegar brugðist við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunnar. Meðal annars hefur stofnunin fjárfest í drónum og var eftirlit með þeim hafi í upphafi þessa árs. Áður en drónar voru teknir í notkun var fjöldi brottkastmála hjá Fiskistofu í kringum 10 mál á ári. Í lok nóvember árið 2021 var fjöldi mála kominn í 142. Það er ljóst að tíðni brottkasts segir ekki allt um magnið sem er hent en ljóst er að tegunda- og lengdarháð brottkast er mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum. Mikilvægt er að farið verði í átaksverkefni til að áætla brottkastið á Íslandsmiðum og þróuð verði aðferðafræði til að nota gögn frá drónum sem og mælingum gerðum af eftirlitsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur þegar óskað eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæsluna um slíkt verkefni. Samhliða mælingum á brottkast er mikilvægt að farið verði í fræðilega skoðun á hvernig úrræði í fiskveiðistjórnunarkerfinu eru nýtt til að koma í veg fyrir brottkast og hvort styrkja þurfi þau úrræði. Hendum ekki verðmætum og orðsporinu um leið Mikil verðmæti felast í þeim fiski sem er hent við veiðar og ljóst að hægt er að auka verðmætasköpun mikið ef öllum fiski verði landað eins og lög segja til um. Mikilvægt er greinin komi sér upp verklagi og gæðakerfum sem tryggja skaðlausa hegðun. Skilvirkt eftirlit er mikilvægt fyrir greinina í heild sinni til tryggja gott orðspor og samkeppnishæfni hennar. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi á heimsvísu í tækniþróun og mikilvægt að eftirlit verði það einnig þannig að litið verði til Íslands sem fyrirmynd í umgengni um auðlindina á heimsvísu. Slíkt er hægt með sameiginlegu átaki allra sem að greininni koma og mikilvægt fyrir orðspor íslensks sjávarafurða. Sé það ekki gert grefur það undan vísindalegri nálgun því hún byggir þá ekki lengur á réttum tölum, það grefur svo undan lífríkinu og orðsporinu og þar með sjávarútveginum í heild. Lagaumhverfi Fiskistofu þarf að styrkja til að hægt verði að þróa eftirlitið í takt við þróun tæknibreytinga þar sem horft er á sjálfvirknivæðingar eftirlitsins og ábyrgðar greinarinnar við að sýna fram skaðlausa hegðun. Gott regluumhverfi og eftirlit er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög til að ná fram góðum lífskjörum og almennt séð gera umhverfið þannig úr garði að það sé góður staður til að lifa, starfa og eiga viðskipti í. Skilvirkar og vandaðar eftirlitsstofnanir spila þar lykilhlutverk, en þeim er á sama tíma ætlað að stuðla að framþróun, nýsköpun, aukinni framleiðni og hagvexti. Höfundur er Fiskistofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi umhverfisvitund almennings og auknar kröfur neytenda um að fiskveiðum sé stjórnað með sjálfbærni að leiðarljósi hefur skapað íslenskum sjávarútvegi gott orðspor og samkeppnisforskot. Þetta byggir meðal annars á trausti þess að hér séu vísindalegar nálganir notaðar við stjórn fiskveiða, ábyrg nýting fiskistofna og umgengni við hafið í hávegum höfð. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi auk þess Fiskistofu, sem hefur það hlutverk að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar, árið 2018 vegna veikburða og ómarkviss eftirlits. Það kemur íslenskum sjávarútvegi ekki til góða að sú saga nái fótfestu að á Íslandi sé óvirkt fiskveiðieftirlit heldur grefur það undan trúverðugleikanum sem byggst hefur upp. Fiskistofa hefur þegar brugðist við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunnar. Meðal annars hefur stofnunin fjárfest í drónum og var eftirlit með þeim hafi í upphafi þessa árs. Áður en drónar voru teknir í notkun var fjöldi brottkastmála hjá Fiskistofu í kringum 10 mál á ári. Í lok nóvember árið 2021 var fjöldi mála kominn í 142. Það er ljóst að tíðni brottkasts segir ekki allt um magnið sem er hent en ljóst er að tegunda- og lengdarháð brottkast er mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum. Mikilvægt er að farið verði í átaksverkefni til að áætla brottkastið á Íslandsmiðum og þróuð verði aðferðafræði til að nota gögn frá drónum sem og mælingum gerðum af eftirlitsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur þegar óskað eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæsluna um slíkt verkefni. Samhliða mælingum á brottkast er mikilvægt að farið verði í fræðilega skoðun á hvernig úrræði í fiskveiðistjórnunarkerfinu eru nýtt til að koma í veg fyrir brottkast og hvort styrkja þurfi þau úrræði. Hendum ekki verðmætum og orðsporinu um leið Mikil verðmæti felast í þeim fiski sem er hent við veiðar og ljóst að hægt er að auka verðmætasköpun mikið ef öllum fiski verði landað eins og lög segja til um. Mikilvægt er greinin komi sér upp verklagi og gæðakerfum sem tryggja skaðlausa hegðun. Skilvirkt eftirlit er mikilvægt fyrir greinina í heild sinni til tryggja gott orðspor og samkeppnishæfni hennar. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi á heimsvísu í tækniþróun og mikilvægt að eftirlit verði það einnig þannig að litið verði til Íslands sem fyrirmynd í umgengni um auðlindina á heimsvísu. Slíkt er hægt með sameiginlegu átaki allra sem að greininni koma og mikilvægt fyrir orðspor íslensks sjávarafurða. Sé það ekki gert grefur það undan vísindalegri nálgun því hún byggir þá ekki lengur á réttum tölum, það grefur svo undan lífríkinu og orðsporinu og þar með sjávarútveginum í heild. Lagaumhverfi Fiskistofu þarf að styrkja til að hægt verði að þróa eftirlitið í takt við þróun tæknibreytinga þar sem horft er á sjálfvirknivæðingar eftirlitsins og ábyrgðar greinarinnar við að sýna fram skaðlausa hegðun. Gott regluumhverfi og eftirlit er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög til að ná fram góðum lífskjörum og almennt séð gera umhverfið þannig úr garði að það sé góður staður til að lifa, starfa og eiga viðskipti í. Skilvirkar og vandaðar eftirlitsstofnanir spila þar lykilhlutverk, en þeim er á sama tíma ætlað að stuðla að framþróun, nýsköpun, aukinni framleiðni og hagvexti. Höfundur er Fiskistofustjóri.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun