Norskur rappari reiður eftir að Alfons og félagar fögnuðu titlinum Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 10:30 Joddski birti meðal annars þessa mynd úr stúkunni á lokaleik Bodö/Glimt þar sem liðið tryggði sér meistaratitilinn. Alfons Sampsted, félagar hans í Bodö/Glimt og stuðningsmenn liðsins fögnuðu í gær meistaratitli annað árið í röð í norska fótboltanum. Ekki voru allir hrifnir af fagnaðarlátunum. Alfons var að vanda í liði Bodö í gær þegar það vann 3-0 útisigur gegn Mjöndalen og tryggði sér meistaratitilinn, í lokaumferð deildarinnar. Norski rapparinn Joddski, eða Jörgen Nordeng, var hins vegar hundóánægður með það hve margt fólk mátti sjá samankomið í gær, í gulum og svörtum einkennislitum Bodö, til að fagna sigrinum. Á sama tíma glími listamenn við erfiðar afleiðingar samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég fann EINA andlitsgrímu þarna. Þetta er svolítið eins og að pissað sé yfir mann gulu og svörtu þvagi,“ skrifaði Joddski meðal annars á Facebook, en óskaði um leið Bodö til hamingju með titilinn. Hann hugðist halda tónleika í Bodö á laugardaginn en þeim var frestað vegna samkomutakmarkana. Rapparinn útskýrði mál sitt betur í viðtali við Avisa Nordland: „Þetta er alveg galið. Núna hefur í fjórða sinn fótunum verið kippt undan menningarstarfinu. Það gerðist með mjög skömmum aðdraganda. Við vitum ekkert um mögulegar bætur eða hvað verður,“ sagði Joddski. Joddski reagerer på Glimts gullfeiring: Et svik: Rapper Jørgen Nordeng, også kjent som Joddski, er provosert over det han fikk se i kjølvannet av Bodø/Glimts feiring av seriegullet søndag. https://t.co/iSW8tgHhgQ— ABC Nyheter Motor (@ABCNyheterMotor) December 13, 2021 Nýjar samkomutakmarkanir í Noregi gilda hins vegar ekki á leikjum í úrvalsdeildinni í fótbolta og þar hefur mátt fylla leikvangana. Joddski hefði viljað sjá tóma leikvanga. „Að þessu sinni er menningarbransinn ekki leiður. Við erum öskureið. Þetta hefur gengið of langt. Maður fyllist ógleði,“ sagði Joddski. Norski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Alfons var að vanda í liði Bodö í gær þegar það vann 3-0 útisigur gegn Mjöndalen og tryggði sér meistaratitilinn, í lokaumferð deildarinnar. Norski rapparinn Joddski, eða Jörgen Nordeng, var hins vegar hundóánægður með það hve margt fólk mátti sjá samankomið í gær, í gulum og svörtum einkennislitum Bodö, til að fagna sigrinum. Á sama tíma glími listamenn við erfiðar afleiðingar samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég fann EINA andlitsgrímu þarna. Þetta er svolítið eins og að pissað sé yfir mann gulu og svörtu þvagi,“ skrifaði Joddski meðal annars á Facebook, en óskaði um leið Bodö til hamingju með titilinn. Hann hugðist halda tónleika í Bodö á laugardaginn en þeim var frestað vegna samkomutakmarkana. Rapparinn útskýrði mál sitt betur í viðtali við Avisa Nordland: „Þetta er alveg galið. Núna hefur í fjórða sinn fótunum verið kippt undan menningarstarfinu. Það gerðist með mjög skömmum aðdraganda. Við vitum ekkert um mögulegar bætur eða hvað verður,“ sagði Joddski. Joddski reagerer på Glimts gullfeiring: Et svik: Rapper Jørgen Nordeng, også kjent som Joddski, er provosert over det han fikk se i kjølvannet av Bodø/Glimts feiring av seriegullet søndag. https://t.co/iSW8tgHhgQ— ABC Nyheter Motor (@ABCNyheterMotor) December 13, 2021 Nýjar samkomutakmarkanir í Noregi gilda hins vegar ekki á leikjum í úrvalsdeildinni í fótbolta og þar hefur mátt fylla leikvangana. Joddski hefði viljað sjá tóma leikvanga. „Að þessu sinni er menningarbransinn ekki leiður. Við erum öskureið. Þetta hefur gengið of langt. Maður fyllist ógleði,“ sagði Joddski.
Norski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn