Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2021 21:02 Blaðamaður Stundarinnar náði myndum af gríðarlegu magni íslensks plasts í vöruhúsi í smábænum Påryd í Suður-Svíþjóð á dögunum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, stjórnandi hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu, segir málið mikil vonbrigði. Samsett/Stundin Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ --- Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ ---
Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02