Seðlabankastjóri vísar ásökunum um ritstuld á bug Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2021 18:24 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist ekki hafa nýtt bók Bergsveins við skrif sín um landnám Íslands. Stöð 2/Arnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendi nýverið frá sér bók þar sem hann fjallar um landnám Íslands. Eyjan hans Ingólfs heitir bókin sú en Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður segir Ásgeir fara ránshendi um bók sína Leitin að svarta víkingnum án þess að geta heimilda. „Mér koma mjög á óvart ásakanir Bergsveins Birgissonar um ritstuld sem hafa nú komið fram. Því er til að svara að ég nýtti ekki bók Bergsveins við skrif mín,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í stuttri yfirlýsingu sem hann sendi Vísi nú rétt í þessu. Vísir greindi fyrr í dag frá efni greinagerðar sem Bergsveinn birti á Vísi en þar sakar hann Ásgeir um plagíarisma. Eða eins og segir meðal annars í greinargerð Bergsveins: „Að saka einhvern um ritstuld er alvarlegt mál. Það gerir enginn að gamni sínu. En ritstuldur sá sem ég tel Ásgeir Jónsson vera sekan um í þessu tilfelli er að sama skapi grafalvarlegt mál. Það gerir málið enn alvarlegra að seðlabankastjóri Íslands sé uppvís að þjófnaði á hugverkum annarra.“ Ásgeir segir þetta úr vegi. „Margir sagnfræðingar hafa lýst upphafi landnáms sem veiðimannasamfélagi og það er að mínu viti orðið að viðurkenndri söguskoðun. Um þetta er fjallað í upphafi bókar minnar Eyjan hans Ingólfs og ég hef aldrei álitið að ég væri að leggja eitthvað nýtt mörkum í því efni,“ segir Ásgeir. Hann bætir því við að bók hans sé hagsöguleg greining á landnáminu með áherslu á tengslin við Suðureyjar og stofnanauppbyggingu landsins fram að stofnun Alþingis. „Áherslan er á verslun og viðskipti og síðan stofnanabyggingu landsins í breiðu samhengi. Ég vísa þessum ásökunum Bergsveins því alfarið á bug.“ Yfirlýsing Ásgeirs í heild sinni „Mér koma mjög á óvart ásakanir Bergsveins Birgissonar um ritstuld sem hafa nú komið fram. Því er til að svara að ég nýtti ekki bók Bergsveins við skrif mín. Margir sagnfræðingar hafa lýst upphafi landnáms sem veiðimannasamfélagi og það er að mínu viti orðið að viðurkenndri söguskoðun. Um þetta er fjallað í upphafi bókar minnar Eyjan hans Ingólfs og ég hef aldrei álitið að ég væri að leggja eitthvað nýtt mörkum í því efni Annars er bók mín hagsöguleg greining á landnáminu með áherslu á tengslin við Suðureyjar og stofnanauppbyggingu landsins fram að stofnun Alþingis. Áherslan er á verslun og viðskipti og síðan stofnanabyggingu landsins í breiðu samhengi. Ég vísa þessum ásökunum Bergsveins því alfarið á bug. Virðingarfyllst Ásgeir Jónsson“ Bókaútgáfa Höfundarréttur Seðlabankinn Íslensk fræði Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira
„Mér koma mjög á óvart ásakanir Bergsveins Birgissonar um ritstuld sem hafa nú komið fram. Því er til að svara að ég nýtti ekki bók Bergsveins við skrif mín,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í stuttri yfirlýsingu sem hann sendi Vísi nú rétt í þessu. Vísir greindi fyrr í dag frá efni greinagerðar sem Bergsveinn birti á Vísi en þar sakar hann Ásgeir um plagíarisma. Eða eins og segir meðal annars í greinargerð Bergsveins: „Að saka einhvern um ritstuld er alvarlegt mál. Það gerir enginn að gamni sínu. En ritstuldur sá sem ég tel Ásgeir Jónsson vera sekan um í þessu tilfelli er að sama skapi grafalvarlegt mál. Það gerir málið enn alvarlegra að seðlabankastjóri Íslands sé uppvís að þjófnaði á hugverkum annarra.“ Ásgeir segir þetta úr vegi. „Margir sagnfræðingar hafa lýst upphafi landnáms sem veiðimannasamfélagi og það er að mínu viti orðið að viðurkenndri söguskoðun. Um þetta er fjallað í upphafi bókar minnar Eyjan hans Ingólfs og ég hef aldrei álitið að ég væri að leggja eitthvað nýtt mörkum í því efni,“ segir Ásgeir. Hann bætir því við að bók hans sé hagsöguleg greining á landnáminu með áherslu á tengslin við Suðureyjar og stofnanauppbyggingu landsins fram að stofnun Alþingis. „Áherslan er á verslun og viðskipti og síðan stofnanabyggingu landsins í breiðu samhengi. Ég vísa þessum ásökunum Bergsveins því alfarið á bug.“ Yfirlýsing Ásgeirs í heild sinni „Mér koma mjög á óvart ásakanir Bergsveins Birgissonar um ritstuld sem hafa nú komið fram. Því er til að svara að ég nýtti ekki bók Bergsveins við skrif mín. Margir sagnfræðingar hafa lýst upphafi landnáms sem veiðimannasamfélagi og það er að mínu viti orðið að viðurkenndri söguskoðun. Um þetta er fjallað í upphafi bókar minnar Eyjan hans Ingólfs og ég hef aldrei álitið að ég væri að leggja eitthvað nýtt mörkum í því efni Annars er bók mín hagsöguleg greining á landnáminu með áherslu á tengslin við Suðureyjar og stofnanauppbyggingu landsins fram að stofnun Alþingis. Áherslan er á verslun og viðskipti og síðan stofnanabyggingu landsins í breiðu samhengi. Ég vísa þessum ásökunum Bergsveins því alfarið á bug. Virðingarfyllst Ásgeir Jónsson“
Bókaútgáfa Höfundarréttur Seðlabankinn Íslensk fræði Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira