Ísland afhendir skólabyggingar í Úganda Heimsljós 8. desember 2021 15:22 Bumero barnaskólinn í maí 2021. Fyrra kennslurými sést í bakgrunni. Hér er verið að kenna stærðfræði undir mangótré. Íslensk stjórnvöld hófu þróunarsamvinnu við Namayingo hérað í Úganda í sumar. Ný sérbygging fyrir deild menntamála í Namayingo héraði í Úganda var formlega afhent forseta héraðsstjórnar við hátíðlega athöfn í dag, en byggingin er hluti stofnanauppbyggingar í þessu samstarfshéraði Íslands. Í næstu viku verða auk þess þrjár kennslubyggingar, með fjórum kennslustofum hver, afhentar héraðsstjórninni. Utanríkisráðuneytið, í gegnum sendiráð Íslands í Kampala, fjármagnar framkvæmdirnar og sinnir eftirliti með þeim. Frá afhendingunni í dag. Eins og greint var frá í Heimsljósi fyrr á þessu ári hófu íslensk stjórnvöld þróunarsamvinnu við Namayingo hérað í Úganda í sumar, en fyrir átti Ísland í samstarfi við héruðin Kalangala og Buikwe í landinu. Í Namayingo héraði, sem er fátækt hérað í suðausturhluta Úganda, búa um 215 þúsund manns og um 70 prósent þeirra eiga heima í fiskveiðiþorpum við Viktoríuvatn. Grunnþjónusta er af skornum skammti í þeim þorpum og mun Ísland styrkja héraðið með verkefnum í strandbyggðunum á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála, ásamt stofnanauppbyggingu. Gömlu kennslustofurnar.Nýja sérbyggingin fyrir deild menntamála.Frá afhendingunni í dag. Framkvæmdir á skólabyggingunum sem nú eru afhentar hófust fyrir rúmum fimm mánuðum og munu hafa áhrif á um tólf hundruð nemendur. Við skólann var byggð stjórnsýslueining sem inniheldur meðal annars kennarastofu og skrifstofur skólastjóra og yfirkennara. Þá var byggt nýtt eldhús með orkusparandi hlóðum, sex kennaraíbúðir og þrjár nýjar kennslubyggingar. Einnig var byggð upp salernisaðstaða fyrir starfsfólk og nemendur, með sturtum og sérstökum brennurum fyrir tíðavörur. Við hvert hús er tíu þúsund lítra vatnssafntankur og þá er tuttugu þúsund lítra safntankur fyrir samfélagið í nágrenni skólans. Allar byggingarnar eru með sólarsellum. Þess má geta að tvö sambærileg skólaverkefni, í skólum með annars vegar 740 nemendum og hins vegar 580 nemendum, verða auk þess afhent fyrir lok árs. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Úganda Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Ný sérbygging fyrir deild menntamála í Namayingo héraði í Úganda var formlega afhent forseta héraðsstjórnar við hátíðlega athöfn í dag, en byggingin er hluti stofnanauppbyggingar í þessu samstarfshéraði Íslands. Í næstu viku verða auk þess þrjár kennslubyggingar, með fjórum kennslustofum hver, afhentar héraðsstjórninni. Utanríkisráðuneytið, í gegnum sendiráð Íslands í Kampala, fjármagnar framkvæmdirnar og sinnir eftirliti með þeim. Frá afhendingunni í dag. Eins og greint var frá í Heimsljósi fyrr á þessu ári hófu íslensk stjórnvöld þróunarsamvinnu við Namayingo hérað í Úganda í sumar, en fyrir átti Ísland í samstarfi við héruðin Kalangala og Buikwe í landinu. Í Namayingo héraði, sem er fátækt hérað í suðausturhluta Úganda, búa um 215 þúsund manns og um 70 prósent þeirra eiga heima í fiskveiðiþorpum við Viktoríuvatn. Grunnþjónusta er af skornum skammti í þeim þorpum og mun Ísland styrkja héraðið með verkefnum í strandbyggðunum á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála, ásamt stofnanauppbyggingu. Gömlu kennslustofurnar.Nýja sérbyggingin fyrir deild menntamála.Frá afhendingunni í dag. Framkvæmdir á skólabyggingunum sem nú eru afhentar hófust fyrir rúmum fimm mánuðum og munu hafa áhrif á um tólf hundruð nemendur. Við skólann var byggð stjórnsýslueining sem inniheldur meðal annars kennarastofu og skrifstofur skólastjóra og yfirkennara. Þá var byggt nýtt eldhús með orkusparandi hlóðum, sex kennaraíbúðir og þrjár nýjar kennslubyggingar. Einnig var byggð upp salernisaðstaða fyrir starfsfólk og nemendur, með sturtum og sérstökum brennurum fyrir tíðavörur. Við hvert hús er tíu þúsund lítra vatnssafntankur og þá er tuttugu þúsund lítra safntankur fyrir samfélagið í nágrenni skólans. Allar byggingarnar eru með sólarsellum. Þess má geta að tvö sambærileg skólaverkefni, í skólum með annars vegar 740 nemendum og hins vegar 580 nemendum, verða auk þess afhent fyrir lok árs. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Úganda Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent