Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2021 10:47 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ekki brotið á réttindum óbólusettra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina, að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Nefnir hann í minnisblaðinu að honum þyki koma til greina að endurmeta aðgerðir, meðal annars með því að undanskilja þá sem hafi fengið örvunarskammt bóluefnisins gegn Covid-19 frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. Vill ekki skipta fólki í hópa byggt á bólusetningarstöðu Willum Þór sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að slíkt kæmi ekki til greina. „Við eigum held ég að horfa heildstætt á þetta þannig að hver og einn geti nýtt sér þau úrræði miðað við hans stöðu, eða einstaklingurinn, til þess að geta athafnað sig eins og hann þarf og vill. Þannig að við eigum að varast það að vera að skipta þessu upp í einhverja hópa,“ sagði Willum og benti á að bólusetning væri jú, val. „Þetta er auðvitað val hvers og eins og tölfræðin er auðvitað eitt,“ sagði ráðherrann og vísaði til hás bólusetningarhlutfalls hér á landi, en 90 prósent landsmanna tólf ára og eldri eru bólusettir. „Síðan eru auðvitað margar ólíkar ástæður fyrir því að fólk þyggur ekki bólusetningu. Það er mín afstaða og skoðun að við eigum að virða þau sjónarmið, þau ólíku sjónarmið sem liggja þar að baki. Þetta á að vera val hvers og eins.“ Hann telur ekki brotið á réttindum óbólusettra. „Nei, ég tel ekki svo vera. Bólusetningarnar eru auðvitað bara hluti af því að vinna okkur í gegn um þetta.“ Markmiðið alltaf að halda samfélaginu sem mest gangandi Willum kynnti áframhaldandi og óbreyttar sóttvarnaaðgerðir að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en þær gilda í tvær vikur og ætti að vera aflétt fyrir jól. Willum sagði þá jafnframt í gær að ef gögn og upplýsingar leyfðu stefni hann á að aflétta aðgeðrum innan tveggja vikna. „Bara ef að gögn og upplýsingar berast sem gefa okkur tilefni til að gera tilslakanir þá vonast ég nú til þess að það geti gerst. En það er auðvitað óvissa í kring um þetta nýja afbrigði, ómíkron, sem er nú kannski aðal ástæðan fyrir því að við framlengjum þetta,“ sagði Willum. Markmiðið sé auðvitað alltaf að hafa sem minnstar takmarkanir. „Við erum einmitt alltaf með það í huga að halda samfélaginu okkar, sem mest gangandi og með sem minnstar takmarkanir á líf fólks. Þannig að atvinnulífið, menninging, íþróttirnar og okkar athafnir í daglegu lífi gangi sem mest og best með sem minnstum takmörkunum. Það hlýtur að vera okkar markmið,“ sagði Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3. desember 2021 16:48 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina, að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Nefnir hann í minnisblaðinu að honum þyki koma til greina að endurmeta aðgerðir, meðal annars með því að undanskilja þá sem hafi fengið örvunarskammt bóluefnisins gegn Covid-19 frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. Vill ekki skipta fólki í hópa byggt á bólusetningarstöðu Willum Þór sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að slíkt kæmi ekki til greina. „Við eigum held ég að horfa heildstætt á þetta þannig að hver og einn geti nýtt sér þau úrræði miðað við hans stöðu, eða einstaklingurinn, til þess að geta athafnað sig eins og hann þarf og vill. Þannig að við eigum að varast það að vera að skipta þessu upp í einhverja hópa,“ sagði Willum og benti á að bólusetning væri jú, val. „Þetta er auðvitað val hvers og eins og tölfræðin er auðvitað eitt,“ sagði ráðherrann og vísaði til hás bólusetningarhlutfalls hér á landi, en 90 prósent landsmanna tólf ára og eldri eru bólusettir. „Síðan eru auðvitað margar ólíkar ástæður fyrir því að fólk þyggur ekki bólusetningu. Það er mín afstaða og skoðun að við eigum að virða þau sjónarmið, þau ólíku sjónarmið sem liggja þar að baki. Þetta á að vera val hvers og eins.“ Hann telur ekki brotið á réttindum óbólusettra. „Nei, ég tel ekki svo vera. Bólusetningarnar eru auðvitað bara hluti af því að vinna okkur í gegn um þetta.“ Markmiðið alltaf að halda samfélaginu sem mest gangandi Willum kynnti áframhaldandi og óbreyttar sóttvarnaaðgerðir að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en þær gilda í tvær vikur og ætti að vera aflétt fyrir jól. Willum sagði þá jafnframt í gær að ef gögn og upplýsingar leyfðu stefni hann á að aflétta aðgeðrum innan tveggja vikna. „Bara ef að gögn og upplýsingar berast sem gefa okkur tilefni til að gera tilslakanir þá vonast ég nú til þess að það geti gerst. En það er auðvitað óvissa í kring um þetta nýja afbrigði, ómíkron, sem er nú kannski aðal ástæðan fyrir því að við framlengjum þetta,“ sagði Willum. Markmiðið sé auðvitað alltaf að hafa sem minnstar takmarkanir. „Við erum einmitt alltaf með það í huga að halda samfélaginu okkar, sem mest gangandi og með sem minnstar takmarkanir á líf fólks. Þannig að atvinnulífið, menninging, íþróttirnar og okkar athafnir í daglegu lífi gangi sem mest og best með sem minnstum takmörkunum. Það hlýtur að vera okkar markmið,“ sagði Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3. desember 2021 16:48 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52
Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3. desember 2021 16:48