Segir kosningarnar aðeins skrípaleik kínverskra stjórnvalda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 08:19 Law flúði Hong Kong í fyrra eftir umfangsmiklar fjöldahantökur. Getty/May James Lýðræðisaðgerðasinninn Nathan Law hefur hvatt fólk til að taka ekki þátt í kosningunum í Hong Kong sem eiga að fara fram 19. desember næstkomandi. Fólk eigi að sleppa því að kjósa og þannig sýna stjórnvöldum að kosningarnar hafi ekkert lögmæti. Undanfarin tvö ár hefur Hong Kong tekið stakkaskiptum. Öryggislög svokölluð tóku gildi en þau voru innleidd fyrir tilstilli kínverskra stjórnvalda. Héraðið, sem eitt sinn var bresk nýlenda en hefur undanfarin tuttugu ár verið með sjálfsstjórn, hefur með þessi misst meiri og meiri völd til stjórnvalda í Peking. Þá voru drastískar breytingar á kosningalögum Hong Kong kynntar í mars af stjórnvöldum í Peking. Breytingarnar felast einna helst í því að færri fulltrúar á þingi Hong Kong eru kjörnir af almenningi og þeim fjölgar sem skipaðir eru af stjórnvöldum í Peking. Þá eru frambjóðendur í kosningunum líklega ekki þeir vinsælustu hjá lýðræðissinnum en allir frambjóðendur hafa verið samþykktir af Peking. „Hundsið þær bara,“ segir lýðræðissinninn Law í samtali við Reuters. Law er búsettur í Lundúnum í Bretlandi en hann flúði heimahéraðið í kjölfar fjöldahandtaka í fyrra og fékk hæli í Bretlandi. „Við skulum ekki gefa þessum kosningum neitt lögmæti eða vægi, við ættum ekki einu sinni að þykjast að þetta séu kosningar - þetta er bara val Peking.“ Enginn hefur enn svarað Law en Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, sagði í september að breytingarnar á kosningalögunum væru til að tryggja að stjórnendur Hong Kong „væru ættjarðarvinir.“ Horfa má á hluta úr viðtalinu við Law hér. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25. október 2021 13:13 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur Hong Kong tekið stakkaskiptum. Öryggislög svokölluð tóku gildi en þau voru innleidd fyrir tilstilli kínverskra stjórnvalda. Héraðið, sem eitt sinn var bresk nýlenda en hefur undanfarin tuttugu ár verið með sjálfsstjórn, hefur með þessi misst meiri og meiri völd til stjórnvalda í Peking. Þá voru drastískar breytingar á kosningalögum Hong Kong kynntar í mars af stjórnvöldum í Peking. Breytingarnar felast einna helst í því að færri fulltrúar á þingi Hong Kong eru kjörnir af almenningi og þeim fjölgar sem skipaðir eru af stjórnvöldum í Peking. Þá eru frambjóðendur í kosningunum líklega ekki þeir vinsælustu hjá lýðræðissinnum en allir frambjóðendur hafa verið samþykktir af Peking. „Hundsið þær bara,“ segir lýðræðissinninn Law í samtali við Reuters. Law er búsettur í Lundúnum í Bretlandi en hann flúði heimahéraðið í kjölfar fjöldahandtaka í fyrra og fékk hæli í Bretlandi. „Við skulum ekki gefa þessum kosningum neitt lögmæti eða vægi, við ættum ekki einu sinni að þykjast að þetta séu kosningar - þetta er bara val Peking.“ Enginn hefur enn svarað Law en Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, sagði í september að breytingarnar á kosningalögunum væru til að tryggja að stjórnendur Hong Kong „væru ættjarðarvinir.“ Horfa má á hluta úr viðtalinu við Law hér.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25. október 2021 13:13 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25. október 2021 13:13
Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03
Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34