Mörk Ronaldo krufin: Flest með hægri fæti og meira en helmingur í treyju Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 14:45 Ronaldo fagnar 800. markinu á ferlinum. Hann bætti svo því 801. við skömmu síðar. Matthew Peters/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í 3-2 sigri Manchester United á Arsenal er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var hinn 36 ára gamli Portúgali að skora sitt 800. og 801. mark á ferlinum. Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira