Seinni bylgjan hitar upp: Hann er jókerinn sem að Víkinga vantaði Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 12:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar og spáði í spilin fyrir 10. umferð. Skjáskot Stöð 2 Víkingur eða HK mun brátt geta státað sig af því að vera ekki lengur án stiga í Olís-deild karla í handbolta. Liðin mætast í sannkölluðum botnslag sem segja má að standi upp úr, eða kannski niður úr, í 10. umferð deildarinnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Árni Pálsson rýndu í komandi leiki í tíundu umferðinni sem hófst reyndar þegar Valur og Haukar gerðu 26-26 jafntefli í síðustu viku. Fjórir leikir eru á sunnudaginn en umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Víkingur og HK, sem enn eru án stiga, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Ásgeirs og Stefáns Árna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 10. umferð „Þetta verður hörkubarátta,“ sagði Ásgeir um botnslaginn. „Það er mikið undir því þarna eru langmestar líkurnar fyrir þessi lið á að ná í stig. Ef maður skoðar tölfræðiþættina þá er eins og að HK-ingar hafi aðeins yfirhöndina. Þeir eru að skora fleiri mörk og það er aðeins meiri hraði í þeirra leik. Heilt yfir eru þeir aðeins líklegri en Víkingarnir,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK Tippar á að Víkingur vinni og að Hamza skori tíu Ásgeir var þó á því að Víkingar færu með sigur af hólmi og að þar myndi skyttan Hamza Kablouti, sem kom frá Aftureldingu, gera gæfumuninn: „Þetta er akkúrat leikmaðurinn sem Víkinga vantaði. Þá vantaði svona hálfgerðan „jóker“ sem kemur inn á í sóknina og léttir á öllum sóknarleiknum. Hann hatar ekki að skjóta og er fínn í því þannig lagað. Það hjálpar oft liðum í svona gæðaflokki. HK-ingar eru að þroskast með hverjum leik og verða hægt og hægt betri með hverjum leik sem þeir spila. Þeir voru óheppnir í þessum leik á móti Stjörnunni (sem endaði 23-25) og þetta var leikur fram á síðustu mínútu. Þeir halda áfram sínu konsepti, gera margt vel en gera svo líka einföld aulamistök sem verða þeim að falli,“ sagði Ásgeir. „Ég held að Víkingur vinni þetta og að Hamza skori tíu,“ svaraði hann svo þegar Stefán bað hann að spá fyrir um úrslit. Upphitun þeirra félaga fyrir botnslaginn sem og leikina fjóra á sunnudag má sjá hér að ofan. Þess má geta að þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Árni Pálsson rýndu í komandi leiki í tíundu umferðinni sem hófst reyndar þegar Valur og Haukar gerðu 26-26 jafntefli í síðustu viku. Fjórir leikir eru á sunnudaginn en umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Víkingur og HK, sem enn eru án stiga, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Ásgeirs og Stefáns Árna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 10. umferð „Þetta verður hörkubarátta,“ sagði Ásgeir um botnslaginn. „Það er mikið undir því þarna eru langmestar líkurnar fyrir þessi lið á að ná í stig. Ef maður skoðar tölfræðiþættina þá er eins og að HK-ingar hafi aðeins yfirhöndina. Þeir eru að skora fleiri mörk og það er aðeins meiri hraði í þeirra leik. Heilt yfir eru þeir aðeins líklegri en Víkingarnir,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK Tippar á að Víkingur vinni og að Hamza skori tíu Ásgeir var þó á því að Víkingar færu með sigur af hólmi og að þar myndi skyttan Hamza Kablouti, sem kom frá Aftureldingu, gera gæfumuninn: „Þetta er akkúrat leikmaðurinn sem Víkinga vantaði. Þá vantaði svona hálfgerðan „jóker“ sem kemur inn á í sóknina og léttir á öllum sóknarleiknum. Hann hatar ekki að skjóta og er fínn í því þannig lagað. Það hjálpar oft liðum í svona gæðaflokki. HK-ingar eru að þroskast með hverjum leik og verða hægt og hægt betri með hverjum leik sem þeir spila. Þeir voru óheppnir í þessum leik á móti Stjörnunni (sem endaði 23-25) og þetta var leikur fram á síðustu mínútu. Þeir halda áfram sínu konsepti, gera margt vel en gera svo líka einföld aulamistök sem verða þeim að falli,“ sagði Ásgeir. „Ég held að Víkingur vinni þetta og að Hamza skori tíu,“ svaraði hann svo þegar Stefán bað hann að spá fyrir um úrslit. Upphitun þeirra félaga fyrir botnslaginn sem og leikina fjóra á sunnudag má sjá hér að ofan. Þess má geta að þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira