Glitský gleðja höfuðborgarbúa Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2021 10:06 Glitský yfir Hengilsvæðinu séð frá Reykjavík um klukkan 9:30 föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021. Vísir/Vilhelm Nokkur litskrúðug glitský sáust á austurhimni frá höfuðborginni í morgun. Ský af þessu tagi sjást helst um miðjan vetur við sólarupprás eða sólsetur. Skýin voru greinileg á annars heiðum morgunhimninum í átt að Hengilsvæðinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði myndunum sem fylgja fréttinni um klukkan hálf tíu í morgun. Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar þegar hitastigið er um eða undir -70 til -90°C. Þau eru úr ískristöllum og sjást helst um miðjan vetur þegar sólin er við það að koma upp yfir sjóndeildarhringinn eða er nýfarin niður fyrir hann. Skýin eru litrík og greinileg á lofti því þau eru jafnan böðuð sólarljósi jafnvel þó að rökkvað eða aldimmt sé við jörð, að því er segir í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Litadýrðin skýrist af ískristöllunum sem beygja sólarljósið. Ólíkar bylgjulengdir ljóss beygjast mismikið. Sem dæmi er nefnt að blátt ljós beygist meira en rautt og því sjást litirnir hvor á sínum hluta glitskýs. Oft eru glitský hvít í miðjunni en jaðrarnir gulir, rauðir, grænir og bláir. Rauðir, gulir og grænir flekkir geta einnig myndast vegna þess að litirnir eru háðir stærðardreifingu agna í skýjunum. Enn meira áberandi glitský sáust yfir höfuðborgarsvæðinu 28. desember í fyrra sem vöktu mikla athygli borgarbúa. Glitský yfir Reykjavík föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021.Vísir/Vilhelm Veður Tengdar fréttir Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Sjá meira
Skýin voru greinileg á annars heiðum morgunhimninum í átt að Hengilsvæðinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði myndunum sem fylgja fréttinni um klukkan hálf tíu í morgun. Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar þegar hitastigið er um eða undir -70 til -90°C. Þau eru úr ískristöllum og sjást helst um miðjan vetur þegar sólin er við það að koma upp yfir sjóndeildarhringinn eða er nýfarin niður fyrir hann. Skýin eru litrík og greinileg á lofti því þau eru jafnan böðuð sólarljósi jafnvel þó að rökkvað eða aldimmt sé við jörð, að því er segir í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Litadýrðin skýrist af ískristöllunum sem beygja sólarljósið. Ólíkar bylgjulengdir ljóss beygjast mismikið. Sem dæmi er nefnt að blátt ljós beygist meira en rautt og því sjást litirnir hvor á sínum hluta glitskýs. Oft eru glitský hvít í miðjunni en jaðrarnir gulir, rauðir, grænir og bláir. Rauðir, gulir og grænir flekkir geta einnig myndast vegna þess að litirnir eru háðir stærðardreifingu agna í skýjunum. Enn meira áberandi glitský sáust yfir höfuðborgarsvæðinu 28. desember í fyrra sem vöktu mikla athygli borgarbúa. Glitský yfir Reykjavík föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021.Vísir/Vilhelm
Veður Tengdar fréttir Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Sjá meira
Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48