Kastaði eigin leikmanni til: „Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 10:30 Gheorghe Tadicis kom illa fram við Gabrielu Vrabie, leikmann sinn, í leik í síðustu viku. Skjáskot/Facebook Kallað hefur verið eftir því að rúmenskur þjálfari fari í bann frá handbolta eftir dreifingu myndbands þar sem hann sést skamma eina af konunum sem hann þjálfar og kasta henni svo til í átt að varamannabekknum. Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl. Handbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl.
Handbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira