Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2021 13:54 Kona gengur undir spjaldi þar sem sjálfstæði Barbados er fagnað. Eyjarnar ætla að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja á 55 ára sjálfstæðisafmæli sínu. Vísir/Getty Nýtt lýðveldi verður til þegar Barbadoseyjar losa sig við Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn í næstu viku. Þar með lýkur nær endanlega fjögur hundrað ára löngum nýlendutengslum Barbados og Bretlands. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Lýst verður yfir lýðveldinu Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown að kvöldi 29. nóvember. Karl Bretaprins ætlar að vera viðstaddur hana. Þetta verður í fyrsta skipti í tæp þrjátíu ár sem ríki ákveður að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður bresku krúnunnar segir ákvörðunina alfarið mál íbúa Barbadoseyja. Fimmtán önnur ríki hafa Elísabetu sem þjóðhöfðingja sinn, þar á meðal Ástralía og Kanada. Barbados verður áfram hluti af breska samveldinu sem 54 ríki í Afríku, Asíu, Ameríkunum, Evrópu og Kyrrahafi tilheyra. Lok nýlenduarðráns Spænskir þrælahaldarar hröktu frumbyggja á Barbados í burtu og voru eyjarnar mannlausar þegar Englendingar slógu eign sinni á þær. Þeir fylltu brátt eyjarnar af um 600.000 afrískum þrælum frá 1627 til 1833. Þeir voru látnir þræla á sykurreyrekrum og urðu enskum að féþúfu. Eyjarnar fengu fullveldi árið 1938 og réðu þá plantekrueigendur lögum og lofum en öðluðust ekki sjálfstæði fyrr en árið 1966. „Þetta eru endalok sögu nýlenduaðráns hugans og líkamans. Íbúar þessara eyja hafa barist, ekki aðeins fyrir frelsi og réttlæti, heldur til að losna undan oki heimsvalda- og nýlenduyfirráða,“ segir Hilary Beckles lávarður og prófessor í sögu Barbados. Rætt hefur verið um að fleiri fyrrverandi breska nýlendur gætu fetað í fótspor Barbados, þar á meðal Jamaíka og Sankti Vinsent og Grenadínur. Barbados Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Lýst verður yfir lýðveldinu Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown að kvöldi 29. nóvember. Karl Bretaprins ætlar að vera viðstaddur hana. Þetta verður í fyrsta skipti í tæp þrjátíu ár sem ríki ákveður að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður bresku krúnunnar segir ákvörðunina alfarið mál íbúa Barbadoseyja. Fimmtán önnur ríki hafa Elísabetu sem þjóðhöfðingja sinn, þar á meðal Ástralía og Kanada. Barbados verður áfram hluti af breska samveldinu sem 54 ríki í Afríku, Asíu, Ameríkunum, Evrópu og Kyrrahafi tilheyra. Lok nýlenduarðráns Spænskir þrælahaldarar hröktu frumbyggja á Barbados í burtu og voru eyjarnar mannlausar þegar Englendingar slógu eign sinni á þær. Þeir fylltu brátt eyjarnar af um 600.000 afrískum þrælum frá 1627 til 1833. Þeir voru látnir þræla á sykurreyrekrum og urðu enskum að féþúfu. Eyjarnar fengu fullveldi árið 1938 og réðu þá plantekrueigendur lögum og lofum en öðluðust ekki sjálfstæði fyrr en árið 1966. „Þetta eru endalok sögu nýlenduaðráns hugans og líkamans. Íbúar þessara eyja hafa barist, ekki aðeins fyrir frelsi og réttlæti, heldur til að losna undan oki heimsvalda- og nýlenduyfirráða,“ segir Hilary Beckles lávarður og prófessor í sögu Barbados. Rætt hefur verið um að fleiri fyrrverandi breska nýlendur gætu fetað í fótspor Barbados, þar á meðal Jamaíka og Sankti Vinsent og Grenadínur.
Barbados Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira