Baguette með skinku og osti komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 15:15 Ferðafólk getur nú gætt sér aftur á dýrindis skinku og osta baguette um borð í flugvélum Icelandair. Vísir Eftir þriggja ára hlé er baguette með skinku og osti loks komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair. Þreyttir ferðalangar geta því glaðst að nýju og notið þessa sívinsæla réttar þegar þeir eru á ferðalagi með flugfélaginu. Íslenskt Twitter-samfélag fór nærri á hliðina fyrir rúmum þremur árum síðan þegar það var tilkynnt að baguette með skinku og osti yrði ekki lengur fáanlegt í flugvélum Icelandair. Það er augljóst að afleiðingarnar þessarar ákvörðunar eru gífurlega alvarlegar fyrir félagið. pic.twitter.com/uX89Ke0h0X— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) July 15, 2018 Baguette-ið er nú komið aftur á seðilinn í allri sinni dýrð og geta viðskiptavinir flugfélagsins glaðst yfir því. Byrjað var að bera samlokuna fram í flugvélum í morgun. hvar er undirskriftalistinn? grínlaust kaupi þetta ALLTAF á heimleiðinni...— Valþór (@valthor) June 26, 2018 Einar Þór Einarsson, sem er yfir flugeldhúsinu hjá Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að bæta þessum vinsæla rétti aftur á matseðilinn vegna hvatningu viðskiptavina. „Þetta var eitt það vinsælasta í flugunum þannig að þetta er fagnaðarefni hjá flugþjónunum að þetta sé komið aftur,“ segir Einar. Einá sem ég borðaði í flugi með þeim. Fyrir utan kannski pringles.— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) June 26, 2018 „Við erum í raun bara að hlusta á það sem viðskiptavinir okkar eru að kalla eftir, þeir söknuðu baguette-sins mikið. Við fundum fyrir mikilli hvatningu,“ segir Einar. Matseðillinn tekur reglulega breytingum. Auk baguett-sins er hægt að fá samloku dagsins, hafragraut, pizzu, tapas box og íslenska kjötsúpu, auk vegan-útgáfu súpunnar, í flugvélum Icelandair. Icelandair Matur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Íslenskt Twitter-samfélag fór nærri á hliðina fyrir rúmum þremur árum síðan þegar það var tilkynnt að baguette með skinku og osti yrði ekki lengur fáanlegt í flugvélum Icelandair. Það er augljóst að afleiðingarnar þessarar ákvörðunar eru gífurlega alvarlegar fyrir félagið. pic.twitter.com/uX89Ke0h0X— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) July 15, 2018 Baguette-ið er nú komið aftur á seðilinn í allri sinni dýrð og geta viðskiptavinir flugfélagsins glaðst yfir því. Byrjað var að bera samlokuna fram í flugvélum í morgun. hvar er undirskriftalistinn? grínlaust kaupi þetta ALLTAF á heimleiðinni...— Valþór (@valthor) June 26, 2018 Einar Þór Einarsson, sem er yfir flugeldhúsinu hjá Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að bæta þessum vinsæla rétti aftur á matseðilinn vegna hvatningu viðskiptavina. „Þetta var eitt það vinsælasta í flugunum þannig að þetta er fagnaðarefni hjá flugþjónunum að þetta sé komið aftur,“ segir Einar. Einá sem ég borðaði í flugi með þeim. Fyrir utan kannski pringles.— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) June 26, 2018 „Við erum í raun bara að hlusta á það sem viðskiptavinir okkar eru að kalla eftir, þeir söknuðu baguette-sins mikið. Við fundum fyrir mikilli hvatningu,“ segir Einar. Matseðillinn tekur reglulega breytingum. Auk baguett-sins er hægt að fá samloku dagsins, hafragraut, pizzu, tapas box og íslenska kjötsúpu, auk vegan-útgáfu súpunnar, í flugvélum Icelandair.
Icelandair Matur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira