Lögreglu borist kvartanir vegna vopnaðra veiðimanna á fjórhjólum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 19:21 Lögreglan bendir á að brot sem þessi geti leitt til upptöku á vopnum, afla og ökutækja. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist kvartanir vegna veiðimanna sem sótt hafi veiðisvæði innan umdæmisins á fjórhjólum. Umræddir veiðimenn hafi verið með skotvopn um hönd á hjólunum, sem brjóti í bága við lög. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook nú fyrir skemmstu. Þar segir að athæfið teljist raunar vera lögbrot á nokkra vegu: „Fyrir það fyrsta er öll meðhöndlun hlaðinna skotvopna bönnuð á eða við farartæki nær en 250m, vopn skal ekki meðhöndla opinberlega og við burð og flutning á skotvopnum milli staða skulu þau vera óhlaðin og í umbúðum. Á þetta einnig við um flutning vopns til og frá veiðislóð . Eins má ekki skjóta á, yfir eða frá vegi enda getur slíkt skapað stórhættu.“ Þá sé óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum við rjúpnaveiðar. Slík hjól megi aðeins nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum, en þá einungis á vegum eða merktum vegslóðum. „Eins má ekki skjóta á, yfir eða frá vegi enda getur slíkt skapað stórhættu. Þá er einnig með öllu óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum við rjúpnaveiðar en þau má einungis nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegslóðum og þá með vopnin með fyrrnefndum hætti. Þrátt fyrir að í náttúruverndarlögum sé kveðið á undantekningu á banni við akstri vélknúinna ökutækja utan vega vegna snjóalaga þá á það ekki við í þeim tilfellum þar sem veiðimenn eru fluttir á veiðilendur.“ Lögreglan brýnir fyrir fólki sem kann að verða vart við eða heyra af brotum sem þessum að hafa samband við neyðarlínu og tilkynna slíkt athæfi. Þá sé vert að brýna fyrir þeim sem stundi athæfið að í lögum sé heimild til þess að gera skotvopn, afla og ökutæki upptæk við brot sem og að beita fjársektum. Lögreglumál Rjúpa Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook nú fyrir skemmstu. Þar segir að athæfið teljist raunar vera lögbrot á nokkra vegu: „Fyrir það fyrsta er öll meðhöndlun hlaðinna skotvopna bönnuð á eða við farartæki nær en 250m, vopn skal ekki meðhöndla opinberlega og við burð og flutning á skotvopnum milli staða skulu þau vera óhlaðin og í umbúðum. Á þetta einnig við um flutning vopns til og frá veiðislóð . Eins má ekki skjóta á, yfir eða frá vegi enda getur slíkt skapað stórhættu.“ Þá sé óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum við rjúpnaveiðar. Slík hjól megi aðeins nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum, en þá einungis á vegum eða merktum vegslóðum. „Eins má ekki skjóta á, yfir eða frá vegi enda getur slíkt skapað stórhættu. Þá er einnig með öllu óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum við rjúpnaveiðar en þau má einungis nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegslóðum og þá með vopnin með fyrrnefndum hætti. Þrátt fyrir að í náttúruverndarlögum sé kveðið á undantekningu á banni við akstri vélknúinna ökutækja utan vega vegna snjóalaga þá á það ekki við í þeim tilfellum þar sem veiðimenn eru fluttir á veiðilendur.“ Lögreglan brýnir fyrir fólki sem kann að verða vart við eða heyra af brotum sem þessum að hafa samband við neyðarlínu og tilkynna slíkt athæfi. Þá sé vert að brýna fyrir þeim sem stundi athæfið að í lögum sé heimild til þess að gera skotvopn, afla og ökutæki upptæk við brot sem og að beita fjársektum.
Lögreglumál Rjúpa Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira