Brjósklospési... eða hvað? Helga B. Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 17:01 Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT).
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar