Jólabílabingó Kvenfélags Grímsneshrepps á bílaplani við Borg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2021 12:15 Ragna Björnsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem hvetur fólk til að mæta á bílabingóið klukkan tvö á eftir og styrkja þar með gott málefni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur í Grímsnesi dóu ekki ráðalausar þegar þær þurftu að aflýsa árlegu jólabingói sínu í félagsheimilinu á Borg vegna hertra sóttvarna. Þær brugðu á það ráð að halda þess í stað Jólabílabingó, sem fer fram á planinu við félagsheimilið á Borg klukkan 14:00 í dag, sunnudag. Um 50 konur eru í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Félagið hefur haldið jólabingó til fjölda ára á Borg í félagsheimilinu, sem hefur verið vel sótt en ágóði bingósins hefur alltaf runnið til góðgerðarmála. Nú stóðu konurnar hins vegar frammi fyrir því að aflýsa bingóinu inni vegna 50 manna takmarkana út af Covid en þá datt þeim það snjallræði í huga að halda bara jólabílabingó á planinu við Borg, sem fer fram í dag klukkan tvö. Þá eru fjölskyldurnar bara sér í sínum bílum og bingóið verður í beinni útsendingu í gegnum Facebook. „Þannig að fólkið situr út í bíl og spilar á spjöldin sín, sem við erum búin að selja til þeirra en við hefjum sölu á eftir klukkan 13:30 á spjöldum. Bingóstjórar verða inni og draga og svo streymum við þessu á Facebook síðu kvenfélagsins. Framtakið hefur vakið mikla athygli en eitthvað urðum við að gera, verðum að hugsa í lausnum þegar ástandið er eins og það er núna,“ segir Ragna. Jólabílabingóið verður spilað í bílum á planinu við félagsheimilið á Borg í Grímsnesi klukkan 14:00 í dag.Aðsend Ragna segir að vinningarnir verði glæsilegir og hún reiknar með góðri þátttöku í bingóinu og góðri stemmingu. En hvað gerir fólk ef það fær bingó í bílnum sínum? „Þá bara flautar það og við stökkvum út og athugum hvort að það er með allar tölur réttar og komum með vinning handa því,“ segir Ragna. Ragna segir að það sé mikil áskorun að stjórna kvenfélagi á tímum Covid en allt hafist það þó með jákvæðu hugarfari. „Þetta eru bara svo frábærar konur í Kvenfélaginu í Grímsneshreppi að þær hugsa bara í lausnum, þannig að við finnum bara leiðir.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Um 50 konur eru í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Félagið hefur haldið jólabingó til fjölda ára á Borg í félagsheimilinu, sem hefur verið vel sótt en ágóði bingósins hefur alltaf runnið til góðgerðarmála. Nú stóðu konurnar hins vegar frammi fyrir því að aflýsa bingóinu inni vegna 50 manna takmarkana út af Covid en þá datt þeim það snjallræði í huga að halda bara jólabílabingó á planinu við Borg, sem fer fram í dag klukkan tvö. Þá eru fjölskyldurnar bara sér í sínum bílum og bingóið verður í beinni útsendingu í gegnum Facebook. „Þannig að fólkið situr út í bíl og spilar á spjöldin sín, sem við erum búin að selja til þeirra en við hefjum sölu á eftir klukkan 13:30 á spjöldum. Bingóstjórar verða inni og draga og svo streymum við þessu á Facebook síðu kvenfélagsins. Framtakið hefur vakið mikla athygli en eitthvað urðum við að gera, verðum að hugsa í lausnum þegar ástandið er eins og það er núna,“ segir Ragna. Jólabílabingóið verður spilað í bílum á planinu við félagsheimilið á Borg í Grímsnesi klukkan 14:00 í dag.Aðsend Ragna segir að vinningarnir verði glæsilegir og hún reiknar með góðri þátttöku í bingóinu og góðri stemmingu. En hvað gerir fólk ef það fær bingó í bílnum sínum? „Þá bara flautar það og við stökkvum út og athugum hvort að það er með allar tölur réttar og komum með vinning handa því,“ segir Ragna. Ragna segir að það sé mikil áskorun að stjórna kvenfélagi á tímum Covid en allt hafist það þó með jákvæðu hugarfari. „Þetta eru bara svo frábærar konur í Kvenfélaginu í Grímsneshreppi að þær hugsa bara í lausnum, þannig að við finnum bara leiðir.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira