Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2021 21:01 Heilaskurðlæknirinn Kristín Lilja Eyglóardóttir starfar í Svíþjóð en býr á Eskifirði. Arnar Halldórsson „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er rætt við Kristínu Lilju en hún starfar sem heilaskurðlæknir í Svíþjóð. Eskfirðingurinn sem hún kynntist er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Kristín Lilja og Jens Garðar við heimili sitt á Eskifirði í blíðunni í sumar.Arnar Halldórsson „Ég er búin að vera í Svíþjóð, bæði í námi og vinnu, þannig að við Jenni höfum verið að „fljúgast á“ síðan 2011, getur maður sagt.“ -En hafðir þú þá aldrei komið á Eskifjörð áður? „Kannski einu sinni keyrt framhjá,“ svarar hún. -Það er sem sagt hægt að eiga heimili á Eskifirði en starfa í Svíþjóð? „Já, það er hægt. Allt er hægt með vilja. Það er svo sem langt ferðalag. Ég starfa í Gautaborg. Þannig að það er Gautaborg – Kaupmannahöfn – Keflavík – Reykjavík – Egilsstaðir – Eskifjörður. Ég næ þessu nú yfirleitt ekki á einum degi, þarf yfirleitt að gista á leiðinni. En það er þess virði.“ Í garðinum við heimilið við Bakkastíg á Eskifirði. Fjallið Hólmatindur í baksýn.Arnar Halldórsson -Hvað var það sem þú sást við Eskifjörð? „Ég náttúrlega sá ekkert kannski við Eskifjörð, ég sá náttúrlega við Jens. Svo var það Eskifjörðurinn sem fylgdi honum,“ svarar Kristín hlæjandi. „Og ekki bara Eskifjörð. Bara Austfirðirnir. Kom hérna og sá öll fjöllin og allt og ég hugsaði: Ég ætla að mergsjúga allt út úr þessum fjórðungi áður en sambandið fer í vaskinn. Ganga hérna á fjöll og veiða hreindýr, fara á kajak og synda í sjónum og gera allt sem hægt er að gera. En svo er ég bara ennþá hérna, - því að Jenni er æði.“ Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Í næsta þætti Um land allt er fjallað um Alla ríka og arfleifð hans á Eskifirði. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Ástin og lífið Tengdar fréttir Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er rætt við Kristínu Lilju en hún starfar sem heilaskurðlæknir í Svíþjóð. Eskfirðingurinn sem hún kynntist er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Kristín Lilja og Jens Garðar við heimili sitt á Eskifirði í blíðunni í sumar.Arnar Halldórsson „Ég er búin að vera í Svíþjóð, bæði í námi og vinnu, þannig að við Jenni höfum verið að „fljúgast á“ síðan 2011, getur maður sagt.“ -En hafðir þú þá aldrei komið á Eskifjörð áður? „Kannski einu sinni keyrt framhjá,“ svarar hún. -Það er sem sagt hægt að eiga heimili á Eskifirði en starfa í Svíþjóð? „Já, það er hægt. Allt er hægt með vilja. Það er svo sem langt ferðalag. Ég starfa í Gautaborg. Þannig að það er Gautaborg – Kaupmannahöfn – Keflavík – Reykjavík – Egilsstaðir – Eskifjörður. Ég næ þessu nú yfirleitt ekki á einum degi, þarf yfirleitt að gista á leiðinni. En það er þess virði.“ Í garðinum við heimilið við Bakkastíg á Eskifirði. Fjallið Hólmatindur í baksýn.Arnar Halldórsson -Hvað var það sem þú sást við Eskifjörð? „Ég náttúrlega sá ekkert kannski við Eskifjörð, ég sá náttúrlega við Jens. Svo var það Eskifjörðurinn sem fylgdi honum,“ svarar Kristín hlæjandi. „Og ekki bara Eskifjörð. Bara Austfirðirnir. Kom hérna og sá öll fjöllin og allt og ég hugsaði: Ég ætla að mergsjúga allt út úr þessum fjórðungi áður en sambandið fer í vaskinn. Ganga hérna á fjöll og veiða hreindýr, fara á kajak og synda í sjónum og gera allt sem hægt er að gera. En svo er ég bara ennþá hérna, - því að Jenni er æði.“ Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Í næsta þætti Um land allt er fjallað um Alla ríka og arfleifð hans á Eskifirði. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Ástin og lífið Tengdar fréttir Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50
Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02
Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41