Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 11:53 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58
Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56