Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hafa valið að fara þá leið að upplýsa fólk og veita því frelsi til að velja. Vísir/Vilhelm Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira